Sport

Rooney kláraði Newcastle

Ungstirnið Wayne Rooney var hetja Manchester United í sigurleik liðsins gegn Newcastle á útivelli í dag. Lokatölur urðu 3-1 og skoraði Rooney tvö mörk og átti sendinguna á Paul Scholes, sem fiskaði vítaspyrnu sem Ruud van Nistelrrooy skoraði úr. Alan Shearer jafnaði metin fyrir Newcastle á 71. mínútu eftir mistök í vörn United. United náði því að innbyrða sigur í leik sem varð nauðsynlega að vinnast, ef liði ætlaði sér að eiga einhverja möguleika í toppliðin Chelsea og Arsenal. United er sem stendur í sjöunda sæti með 21 stig, 11 stigum á eftir Chelsea sem trónir eitt á toppnum. Newcastle er hins vegar í mikilli krísu þessa dagana en tapið í dag var þriðja tap liðsins í röð og hefur því verulega hallað undir fæti hjá Graeme Souness eftir góða byrjun hans með liðið. Newcastle er í 10. sæti með 16 stig.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×