Sport

Zenden tryggði Boro sigur

Middlesbrough heldur áfram að gera það gott í ensku úrvalsdeildinni. Í dag vann liðið góðan sigur á W.B.A. á útivelli með tveimur mörkum gegn einu. Boro komst yfir með sjálfsmarki Darren Purse á 32. mínútu en Robert Earnshaw jafnaði fyrir heimamenn fyrir leikhlé. Hollendingurinn Boudewijn Zenden tryggði svo Boro sigur á 52. mínútu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×