Sport

Saviola vill snúa aftur til Barca

Argentínski framherjinn Javier Saviola hefur látið hafa eftir sér að hann vilji snúa aftur til Barcelona, jafnvel þó að ekki sé líklegt að það verði fyrr en eftir tímabilið. Það er búin að vera umræða um að Argentínumaðurinn smávaxni myndi snúa aftur á Nou Camp þar sem mikil meiðsli eru í herbúðum Börsunga og sem stendur eru aðeins Samuel Etoo og Ronaldinho heilir af framherjum liðsins. Talsmenn Barca segja hinsvegar að hann sé ekki inní myndinni og að leikmaðurinn muni vera áfram í Frakklandi. Þrátt fyrir það segist Saviola vilja klæðast litum Katalóníufélagsins aftur. "Ég myndi gjarnan vilja snúa aftur," sagði hann. "Ég veit ekki hvað gerist því hingað til hefur engin frá Barcelona talað við mig. Það er mikið búið að ræða þetta en ekkert hefur gerst og sem stendur er mitt lið Monaco. Ég er ekki leikmaður Barcelona sem stendur en þegar lánssamningurinn rennur út mun ég snúa aftur til Spánar en ég veit ekki hvað mun gerast í framhaldinu af því." Saviola hefur verið í fínu markaformi fyrir Monaco í vetur og líkt og Fernando Morientes gerði síðasta tímabil, notar hann franska félagið til að koma ferli sínum aftur á flug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×