Lífið

Di Caprio á lélegustu setninguna

Með því að segjast vera „konungur heimsins" á skipsstafni í kvikmyndinni Titanic tókst leikaranum Leonardo Di Caprio einnig að verða konungur lélegheitanna að mati kvikmyndaáhugamanna. Setningin þykir sú lélegasta í sögu kvikmyndanna að mati þeirra sem tóku þátt í skoðanakönun í Bretlandi. Aðrar óbærilega slakar setningar kvikmyndasögunnar að mati þáttakenda þóttu meðal annars „You had me at hello" úr myndinni Jerry Maguire og „You Can be my wingman anytime" úr myndinni Top Gun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.