Erlent

Lestir stöðvast vegna berjatínslu

Lestir á fjölfarinni leið í Þýskalandi stöðvust í fjórar klukkustundir í morgun í kjölfar neyðarstöðvunnar lestarstjóra. Hann taldi, að maður sem var í hnipri nálægt lestarteinunum ætlaði að fremja sjálfsmorð með því að stökkva fyrir lestina. Eftir nokkra rannsókn kom sannleikurinn í ljós: þarna var á ferð sjötugur ellilífeyrisþegi sem var að tína ber. Hann hafði rekið augun í safarík brómber við lestarteinana, og var að teygja sig eftir þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×