Erlent

Endurkjörinn með 95% atkvæða

Ben-Ali, forseti Túnis til 17 ára, hefur verið endurkjörinn með 95% greiddra atkvæða. Ali, sem er fyrrverandi hershöfðingi, þykir eiga stóran þátt í þeim stöðugleika sem einkennt hefur Túnis undanfarin ár. Þrátt fyrir það mótmæltu margir framkvæmd kosninganna í Túnis og andstæðingar Alis sögðu þær ólýðræðislegar og ekki til þess fallnar að verða landinu til framdráttar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×