Innlent

Engar kærur í jafnréttismálum

Ekkert nýtt mál hefur komið inn á borð kærunefndar jafnréttismála síðan í apríl þegar hún gaf það álit að dómsmálaráðherra hefði brotið jafnréttislög. Hæstaréttarlögmaður segir ummæli ráðherra í kjölfar álitsins ekki hafa aukið traust almennings á nefndinni. Flestir muna eflaust eftir því þegar Björn Bjarnason dómsmálaráðherra sagði jafnréttislögin barn síns tíma, í kjölfar álits kærunefndar jafnréttismála, þar sem hann var sagður hafa brotið jafnréttislög við ráðningu hæstaréttardómara. Síðan ummælin féllu snemma í apríl hefur nefndin ekki fengið eitt einasta nýtt mál inn á borð til sín, sem þykir nokkurri furðu sæta, að sögn Sifjar Konráðsdóttur hæstaréttarlögmanns. Aðspurð hvort hún telji álit almennings á nefndinni rýrara eftir ummæli dómsmálaráðherra segir Sif þau alla vega ekki hafa verið til þess fallin að auka traust þeirra á nefndinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×