Erlent

Gíslatökumenn deildu innbyrðis

Hryðjuverkamennirnir sem tóku hátt í 1.200 manns í gíslingu í skóla í Beslan vissu ekki allir af því að til stæði að taka börn í gíslingu að sögn gíslatökumanns sem lifði bardagann á þriðjudag af. Hann segir að harðvítugar deilur hafi brotist út milli hluta gíslatökumanna og leiðtoga hópsins þegar þetta varð ljóst. Þeim hafi lyktað með því að leiðtogi gíslatökumanna hafi skotið þann sem hafði sig mest í frammi af andstæðingum áformanna. Eftir þetta er leiðtogi gíslatökumanna sagður hafa notað fjarstýringu til að sprengja sprengjubelti sem tvær konur í hópi gíslatökumanna báru um sig. Í kjölfar þess braust bardaginn út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×