Erlent

Möguleiki á samningum

Norður-írsku stjórnmálaflokkarnir gætu komist að samkomulagi um stjórnarmyndun áður en næsta vika er liðin, sagði Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, um stjórnarmyndunarviðræður flokkanna á sitt hvorum kanti norður-írskra stjórnmála, Sinn Fein og Sambandssinnaflokks Ian Paisley. Blair og Bertie Ahern, forsætisráðherra Írlands, hafa lagt áherslu á að samningar náist fljótlega. Takist það ekki á samningafundi upp úr miðjum mánuði hafa þeir hótað því að ákveða sjálfir hvernig stjórn Norður-Írlands skuli háttað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×