Erlent

130 föngum sleppt í Ísrael

Ísraelar hófu að sleppa 130 palestínskum föngum í dag  í aðgerð til að fækka í yfirfullum fangelsum landsins. Fleiri föngum hefur ekki verið sleppt í einu í Ísrael í meira en sjö mánuði. Að sögn talsmanns þarlendra yfirvalda er aðgerðin síður en svo „góðverk“ í garð Palestínumanna heldur einfaldlega til að bæta aðbúnaðinn í fangelsunum. Myndin er tekin í kröfugöngu í Betlehem í lok ágúst þar sem Palestínumenn kröfðust lausn palestínskra fanga í ísraelskum fangelsum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×