Erlent

Enn mismælir Bush sig

George Bush Bandaríkjaforseti virðist hafa mismælt sig á mjög svo vandræðalegan hátt í gær þegar hann hélt þó hefðbundna framboðsræðu um aukinn kostnað í heilbrigðiskerfinu. Bush sagði nauðsynlegt að grípa til aðgerða gegn auknum fjölda fáránlegra lögsókna í landinu gegn læknum því of margir læknar misstu störf sín vegna þeirra. „Of margir fæðingarlæknar fá ekki að leggja stund á ástir með konum um allt land,“ sagði forsetinn en átti að sjálfsögðu við að þeir gætu ekki lagt stund á starf sitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×