Erlent

Enn neyðarástand á Haítí

Á Haítí gætir ennþá áhrifa þess þegar Jeanne reið þar yfir. Þar hafa óeirðir og slagsmál brotist út vegna skorts á matvælum og drykkjarvatni. Friðargæsluliðar á vegum Sameinuðu þjóðanna urðu að skjóta upp í loft til að hrekja frá múg manna sem réðst á flutningabíla fyllta neyðarbirgðum. Talsmenn hjálparsamtaka segjast varla þora að senda starfsfólk út með hjálpargögn af ótta við að þeir verði rændir. Fimmtán hundruð manns eru nú talin hafa látist í flóðum sem fylgdu bylnum en talan hækkar nánast daglega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×