Erlent

Erdogan þrýstir á ESB

Forsætisráðherra Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, er kominn til Brussel, til þess að þrýsta á Evrópusambandið að hefja aðildarviðræður við Tyrki. Hingað til hefur Evrópusambandið lýst því yfir að Tyrkir þurfi að bæta refsilöggjöf sína og mannréttindamál til þess að eiga þess kost að hefja aðildarviðræður að sambandinu. Erdogan vill hins vegar meina að þegar hafi miklar umbætur átt sér stað og ætlar að reyna að koma þeim skilaboðum áleiðis í tæka tíð, en 6. október næstkomandi sendir framkvæmdastjórn ESB frá sér álit um hugsanlega aðild Tyrkja að sambandinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×