Bjartsýni í Keflavík 2. nóvember 2004 00:01 "Ef við náum að spila okkar leik gegn þessum liðum þá eigum við að veita þeim verðuga keppni og jafnvel hafa sigur," segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara körfuknattleiksliðs Keflavíkur. Fyrsti leikur liðsins í Evrópukeppninni fer fram í Keflavík í kvöld þegar lið hans mætir franska liðinu Reims Champagne. Þjálfarinn er bjartsýnn. Sigurður segist þekkja lið Reims afar vel enda fylgst með liðinu í langan tíma. "Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um styrk liðsins. Þeir eru mjög sterkir og það að liðið sé í Evrópukeppninni segir sitt. Liðið spilaði nú um helgina og vann góðan sigur á Clermont í frönsku deildinni. Ég met möguleika okkar góða að því gefnu að við náum að spila okkar leik og hlutirnir gangi upp. Hins vegar er franska liðið betra en við og við þurfum að vera á tánum." Helstu stjörnur Reims eru Ryan Fletcher og Camara Souleymane sem eru báðir vel yfir tvo metra en liðinu hefur ekki gengið sem best á yfirstandandi tímabili og er í 15. sæti frönsku deildarinnar. Þar hafa þeir aðeins unnið tvo af sjö leikjum sínum og vel getur verið að slæmt gengi hjálpi Suðurnesjamönnum í kvöld. Dagskráin hjá Keflvíkingum er þétt næstu vikur því í næstu viku taka þeir á móti Madeira frá Portúgal og viku síðar móti Bakkens frá Danmörku. Sigurður segir það sama gilda um þá leiki og þennan í kvöld; náist að spila þann hraða leik sem Keflvíkingar hafa sýnt þegar sá gállinn er á þeim eru möguleikar liðsins á að fara áfram úr riðlinum ágætir. "Ég þekki danska liðið ágætlega og þar er erfiður andstæðingur á ferð enda margfaldir meistarar í Danmörku. Hins vegar veit ég afar lítið um Madeira. Miklar breytingar hafa orðið á því liði nýlega og þeir fengu til sín átta nýja leikmenn fyrir þessa leiktíð. Flestir eru frá fyrrverandi austantjaldslöndum og þeir eru óþekkt stærð. Auðvitað er hægt að gera sér hugmyndir með því að skoða leiki þeirra hingað til en við förum dálítið blint í sjóinn hvað þá varðar." Liði Keflavíkur gekk afar vel á síðasta Evrópumóti en þar gerði liðið sér lítið fyrir og komst áfram úr sínum riðli. Þá voru andstæðingar liðsins ekki verri en þeir eru nú og með þeim góða stuðningi sem hefur alltaf verið á Evrópuleikjum liðsins er allt hægt. Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira
"Ef við náum að spila okkar leik gegn þessum liðum þá eigum við að veita þeim verðuga keppni og jafnvel hafa sigur," segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara körfuknattleiksliðs Keflavíkur. Fyrsti leikur liðsins í Evrópukeppninni fer fram í Keflavík í kvöld þegar lið hans mætir franska liðinu Reims Champagne. Þjálfarinn er bjartsýnn. Sigurður segist þekkja lið Reims afar vel enda fylgst með liðinu í langan tíma. "Það þarf ekkert að fara mörgum orðum um styrk liðsins. Þeir eru mjög sterkir og það að liðið sé í Evrópukeppninni segir sitt. Liðið spilaði nú um helgina og vann góðan sigur á Clermont í frönsku deildinni. Ég met möguleika okkar góða að því gefnu að við náum að spila okkar leik og hlutirnir gangi upp. Hins vegar er franska liðið betra en við og við þurfum að vera á tánum." Helstu stjörnur Reims eru Ryan Fletcher og Camara Souleymane sem eru báðir vel yfir tvo metra en liðinu hefur ekki gengið sem best á yfirstandandi tímabili og er í 15. sæti frönsku deildarinnar. Þar hafa þeir aðeins unnið tvo af sjö leikjum sínum og vel getur verið að slæmt gengi hjálpi Suðurnesjamönnum í kvöld. Dagskráin hjá Keflvíkingum er þétt næstu vikur því í næstu viku taka þeir á móti Madeira frá Portúgal og viku síðar móti Bakkens frá Danmörku. Sigurður segir það sama gilda um þá leiki og þennan í kvöld; náist að spila þann hraða leik sem Keflvíkingar hafa sýnt þegar sá gállinn er á þeim eru möguleikar liðsins á að fara áfram úr riðlinum ágætir. "Ég þekki danska liðið ágætlega og þar er erfiður andstæðingur á ferð enda margfaldir meistarar í Danmörku. Hins vegar veit ég afar lítið um Madeira. Miklar breytingar hafa orðið á því liði nýlega og þeir fengu til sín átta nýja leikmenn fyrir þessa leiktíð. Flestir eru frá fyrrverandi austantjaldslöndum og þeir eru óþekkt stærð. Auðvitað er hægt að gera sér hugmyndir með því að skoða leiki þeirra hingað til en við förum dálítið blint í sjóinn hvað þá varðar." Liði Keflavíkur gekk afar vel á síðasta Evrópumóti en þar gerði liðið sér lítið fyrir og komst áfram úr sínum riðli. Þá voru andstæðingar liðsins ekki verri en þeir eru nú og með þeim góða stuðningi sem hefur alltaf verið á Evrópuleikjum liðsins er allt hægt.
Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Sjá meira