Innlent

Rafstöð frá Heklu vegna tónleika

Nú er allt að verða klárt fyrir tónleika Deep Purple hér á landi, í kvöld og annað kvöld. Heilmikill búnaður fylgir hljómsveit sem þessari og í mörg horn að líta. Eins og margir muna enduðu tónleikar hljómsveitarinnar hér fyrir 33 árum fremur snubbótt þegar rafmagnið fór af Laugardalshöll. Að sögn Einars Bárðarsonar tónleikahaldara var einn fjölmargra gesta á tónleikunum árið 1971 ungur maður að nafni Tryggvi Jónsson, sem nú er forstjóri Heklu. Tryggvi ætlar að sjá goðin aftur og nú vill hann, að sögn Einars, sjá tónleikana til enda og hefur því lánað Caterpillar rafstöð í Höllina til að tryggja að vandræðin frá því fyrir 33 árum endurtaki sig ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×