Innlent

Banaslysið á Þingeyri

Banaslys varð á Þingeyri í gærkvöldi þegar karlmaður á áttræðisaldri drukknaði í höfninni. Maðurinn sem lést hét Guðmundur Friðgeir Magnússon, til heimilis að Brekkugötu 2 á Þingeyri. Hann var 77 ára gamall, ókvæntur og barnlaus. Engin vitni urðu að slysinu en menn sem áttu leið þar hjá laust, fyrir klukkan 19 í gærkvöldi, sáu manninn á floti. Þeir náðu honum á land og kölluðu eftir lækni og lögreglu. Lífgunartilraunir báru ekki árangur. Guðmundur Friðgeir hafði landað úr báti sínum skömmu áður en hann fannst og hafði fært bátinn að annarri bryggju, væntanlega til að taka olíu. Hugsanlegt er að hann hafi fallið fyrir borð eða fallið utan í stiga á bryggjunni. Lögreglan á Ísafirði fer með rannsókn málsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×