Erlent

Sharon er velkominn í Frakklandi

Michel Barnier, utanríkisráðherra Frakklands, sagði í útvarpsviðtali nú fyrir stundu, að orðrómur um að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, væri ekki velkominn til Frakklands, væri byggður á misskilningi. Svo virðist sem franska forsetaembættið hafi oftúlkað orð Sharons, sem varð til þess að Chirac forseti brást hinn versti við. Í tilkynningu frá forsetaembættinu í gær var sagt, að fyrirhugaðri heimsókn Sharons til Frakklands hefði verið aflýst þar til ísraelski forsætisráðherrann útskýrði ummæli sín um gyðingahatur í Frakklandi. Þá var hugmyndum Sharons, um að ein milljón gyðinga ætti að flytja frá Evrópu til Ísraels, mótmælt kröftulega. Nú segir utanríkisráðherra Frakklands þessa deilu byggða á misskilningi, en beðið er eftir skýringum frá forsætisráðherra Ísraels.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×