Nash erfiður gömlu félögunum 17. nóvember 2004 00:01 Steve Nash sneri aftur til Dallas í NBA-deildinni í fyrrinótt með nýju félögum sínum í Phoenix Suns og hafði sigur 107-101 í hörkuleik. Nash átti fínan leik, skoraði 17 stig og gaf heilar 18 stoðsendingar þótt það hafi reyndar kostað hann það að tapa 10 boltum. Nash spilaði Amare Stoudemire upp hvað eftir annað og endaði hann með 34 stig í þessum leik en sá átti afmæli og fagnaði sínu 22. aldursári í leiknum. "Ég get ekki munað eftir tilfinningaþrungnari leik en einmitt þessum," sagði Nash eftir leikinn. "Það féllu engin tár en ég var svo sannarlega stressaður. Það var bara skiljanlegt enda á maður margar minningar héðan," sagði Nash en Jón Arnór Stefánsson var eins konar lærlingur hjá þessum snjalla kanadíska leikstjórnanda hjá Dallas í fyrravetur. Nash, sem gaf 17 stoðsendingar í sigri á Cleveland í framlengingu á dögunum, var aðeins einni stoðsendingu frá sínu persónulega meti. Nash sagði alla töpuðu boltanna vera afleiðing af því að hann sé að venjast liðinu. "Þeir eru að læra að spila með mér og ég er að læra að spila með þeim eins og sést vel á þessum 10 töpuðu boltum," sagði Nash, sem hóf ferilinn með Phoenix á sínum tíma en er þekktastur fyrir árin sem sem hann spilaði með Dallas Mavericks. Nash var með lausan samning við Dallas í sumar og vildi vera áfram í herbúðum Mavericks en tók á endanum miklu betra tilboði frá Suns. Nash þakkaði móttökurnar sem hann fékk í Dallas því í stað þess að púa á hann í hvert sinn sem hann fékk boltann tóku heimamenn vel á móti honum og á pöllunum mátti sjá skilti eins og "Takk, Steve" og "Velkomin aftur, Nash" og það voru einnig margir á pöllunum í Dallas-búningi merktum honum. "Það er ótrúleg tilfinning að finna fyrir svona miklum stuðningi á þessari erfiðu stundu," sagði Nash, sem er með 15,3 stig og 10,9 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sjö leikjum sínum með Phoenix, sem eru bæði hærri tölur en hann var með hjá Dallas í fyrra. Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Sjá meira
Steve Nash sneri aftur til Dallas í NBA-deildinni í fyrrinótt með nýju félögum sínum í Phoenix Suns og hafði sigur 107-101 í hörkuleik. Nash átti fínan leik, skoraði 17 stig og gaf heilar 18 stoðsendingar þótt það hafi reyndar kostað hann það að tapa 10 boltum. Nash spilaði Amare Stoudemire upp hvað eftir annað og endaði hann með 34 stig í þessum leik en sá átti afmæli og fagnaði sínu 22. aldursári í leiknum. "Ég get ekki munað eftir tilfinningaþrungnari leik en einmitt þessum," sagði Nash eftir leikinn. "Það féllu engin tár en ég var svo sannarlega stressaður. Það var bara skiljanlegt enda á maður margar minningar héðan," sagði Nash en Jón Arnór Stefánsson var eins konar lærlingur hjá þessum snjalla kanadíska leikstjórnanda hjá Dallas í fyrravetur. Nash, sem gaf 17 stoðsendingar í sigri á Cleveland í framlengingu á dögunum, var aðeins einni stoðsendingu frá sínu persónulega meti. Nash sagði alla töpuðu boltanna vera afleiðing af því að hann sé að venjast liðinu. "Þeir eru að læra að spila með mér og ég er að læra að spila með þeim eins og sést vel á þessum 10 töpuðu boltum," sagði Nash, sem hóf ferilinn með Phoenix á sínum tíma en er þekktastur fyrir árin sem sem hann spilaði með Dallas Mavericks. Nash var með lausan samning við Dallas í sumar og vildi vera áfram í herbúðum Mavericks en tók á endanum miklu betra tilboði frá Suns. Nash þakkaði móttökurnar sem hann fékk í Dallas því í stað þess að púa á hann í hvert sinn sem hann fékk boltann tóku heimamenn vel á móti honum og á pöllunum mátti sjá skilti eins og "Takk, Steve" og "Velkomin aftur, Nash" og það voru einnig margir á pöllunum í Dallas-búningi merktum honum. "Það er ótrúleg tilfinning að finna fyrir svona miklum stuðningi á þessari erfiðu stundu," sagði Nash, sem er með 15,3 stig og 10,9 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu sjö leikjum sínum með Phoenix, sem eru bæði hærri tölur en hann var með hjá Dallas í fyrra.
Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Dagskráin: Risaleikur í Kópavogi, U21-slagur, Lokasóknin og Big Ben Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Sjá meira