Erlent

Lögregla ræðst inn hjá Yukos

Sérsveitir rússnesku lögreglunnar réðust í dag inn í aðalstöðvar Yukos-olíufyrirtækisins að sögn talsmanns Yukos. Aðgerðirnar eiga sér stað aðeins fáeinum dögum eftir neitun yfirvalda um að afhenda Yukos eigur sínar á nýjan leik en þær voru frystar fyrir nokkru síðan. Fyrir vikið getur Yukos ekki greitt þær tæpu þrjú hundruð milljónir króna sem fyrirtækið skuldar skattayfirvöldum í Rússlandi. Að sögn talsmanna Yukos fyrr í dag stóð ekki til að veita mótspyrna ef lögregla myndi ráðast inn í aðalstöðvarnar. Margir telja aðgerðir rússneskra yfirvalda í garð Yukos vera hefndaraðgerðir vegna tilrauna aðaleiganda fyrirtækisins, Mikhaíls Khodorkovskys, til að seilast til áhrifa í stjórnmálum. Eins og komið hefur fram í fréttum var hann hnepptur í gæsluvarðhald fyrir nokkru og hefjast réttarhöld yfir honum á nýjan leik þann 12. júlí. Á meðfylgjandi mynd má sjá Mikhaíl Khodorkovsky á bak við rimla í réttarsal. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×