Erlent

Ekki hæf til aðildar

Úkraína uppfyllir ekki skilyrði til að gerast aðili að Atlantshafsbandalaginu í nánustu framtíð að mati Leonid Kuchma, forseta Úkraínu og Jaap De Hoop Scheffer ,framkvæmdastjóra NATO.  Kuchma sagði að þjóðfélagsleg og efnahagsleg þróun ríkisins væri ekki nógu langt komin til að hefja aðildarviðræður og tók Scheffer undir það. Í apríl tilkynnti NATO að Úkraína þyrfti að gera róttækar lýðræðislegar umbætur og efla stöðu mannréttinda og stokka upp herafla sinn. Margir líta á væntanlegra forsetakosningana í Úkraínu í lok október sem vendipunkt varðandi hæfi landsins til að eiga raunhæfa möguleika á að gerast aðili að NATO og Evrópusambandinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×