Erlent

Flestum KGB-skýrslum eytt

Lettar munu eyða stærstum hluta þeirra skýrslna sem sovéska leynilögreglan, KBG, skildi eftir þegar Sovétmenn héldu frá Lettlandi eftir að Eystrasaltsríkin fengu sjálfstæði. Einu skýrslurnar sem verða gerðar opinberar eru þær sem fjalla um fólk sem hefði ljóstrað upp um andóf við Sovétríkin. Nefnd á vegum lettneska þingsins tók þessa ákvörðun og sagði formaður hennar, Mareks Seglins, að ekkert væri á því að græða að gefa upp nöfn fólks sem hefði greint frá raunverulegum glæpum og spillingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×