Erlent

Indverjar fagna sjálfstæðisafmæli

Indverjar fögnuðu því í dag og kvöld að fimmtíu og sjö ár eru liðin frá því að þeir hlutu sjálfstæði frá Bretum. Víða um landið fóru fram hátíðahöld en hryðjuverk vörpuðu skugga á gleðina. Aðskilnaðarsinnar vörpuðu sprengjum á skrúðgöngu í Kashmír og urðu tuttugu og tveimur að bana, þar á meðal mörgum skólabörnum. Tugir þúsunda hermanna voru í viðbragðsstöðu og talsmenn stjórnvalda sögðu að hart yrði tekið á hryðjuverkamönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×