Erlent

Hvatt til árása á Ítalíu

Hópur sem segist tengjast al-Kaída hvatti í morgun til þess að árásir yrðu gerðar á öll skotmörk á Ítalíu, eins og það var orðað, eftir að stjórnvöld þar í landi virtu að vettugi kröfur um að ítalskar hersveitir hyrfu frá Írak. Abu Hafs al-Masri herdeildin birti yfirlýsingu á Netinu þar sem segir að í dag hefjist blóðugt stríð sem muni með guðs vilja snerta hvern einasta Ítala. Hópurinn hefur áður sent viðlíka hótanir frá sér en Abu Hafs al-Masri herdeildin er meðal annars talin hafa staðið að hryðjuverkaárásunum í Madríd 11. mars síðastliðinn. Lögreguþyrla sést hér fljúga yfir Rómaborg fyrir nokkrum dögum í kjölfar stöðugra hótana hryðjuverkamanna um að þeir ætli að gera árás á Ítalíu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×