Erlent

Eiffel-turninn lokaður

Eiffel-turninn í París er lokaður vegna verkfalls starfsmanna. Ferðamenn í París hafa ekki getað farið upp í Eiffel-turninn vegna verkfalls starfsmanna við turninn. Starfsmennirnir hafa áhyggjur af framtíð sinni þar sem samningur núverandi rekstraraðila turnsins við borgaryfirvöld rennur út á næsta ári. Í gær var ekki ljóst hvort tekist hefði að semja við starfsmennina. Á hverju ári fara um sex milljónir ferðamanna upp í turninn, sem er einn af vinsælustu ferðamannastöðum veraldar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×