Erlent

Taívanar ósáttir

Stjórnvöld í Taívan eru reið út í stjórnendur Ólympíuleika fatlaðra sem hefjast í Aþenu á föstudaginn. Eiginkonu forseta Taívans, sem er fötluð og í hjólastól, hefur verið bannað að leiða hóp taívanskra íþróttamanna á opnunarhátíðinni. Taívanar segja að stjórnendur leikanna hafi látið undan þrýstingi kínverskra stjórnvalda. Í gegnum árin hafa miklar deilur staðið milli Taívana og Kínverja, en Kínverjar segja Taívan vera hluta af Kína. Talsmaður taívönsku stjórnarinnar segir að ferð forsetafrúarinnar tengist ekki stjórnmálum á neinn hátt. Því sé ráðstöfunin óskiljanleg.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×