Erlent

Réðust inn í þinghúsið

Til harðra átaka kom milli lögreglu og mótmælenda fyrir framan þinghúsið í Lundúnum í dag. Þúsundir komu saman til að mótmæla fyrirhuguðu lögbanni á refaveiðar sem tekur gildi árið 2006. Lögregla notaði meðal annars kylfur til að hafa hemil á mannfjöldanum og munu þó nokkrir hafa hlotið höfuðáverka. Meðan á átökum stóð náðu að minnsta kosti fjórir mótmælendur að brjóta sér leið inn í þingsalinn en þeir voru nær samstundis snúnir niður af öryggisvörðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×