Innlent

Rúm fimmtungshækkun á sérbýli

Enn hækkar vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins var vísitalan 217,3 stig í nóvember, en í októbermánuði var vísitalan 209,3 stig. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hefur því hækkað að meðaltali um 3,8 prósent á milli ára. Á síðastliðnum 12 mánuðum hefur verðið hækkað um 17,3 prósent. Verð á sérbýli hefur hækkað meira en verð á fjölbýli, bæði ef borið er saman við verð í október og fyrir 12 mánuðum. Á milli mánaða hækkaði verð á sérbýli um 4,9 prósent og hefur hækkað um rúm 22 prósent á árinu. Fjölbýli, sem er stærri hluti af markaðnum og vegur því þyngra í heildinni, hækkaði um 3,5 prósent á milli mánaða og hefur hækkað um 15,9 prósent á síðastliðnum 12 mánuðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×