Innlent

Ótrúlegur seinagangur

Viðskiptafræðingur var ráðinn í starfið en Lyfjafræðingafélagið vill að því gegni lyfjafræðingur. Lyfjastofnun hefur kallað forsvarsmenn félagsins á fund í framhaldi af opnu bréfi, þar sem félagið mæltist til þess að stofnunin sæi um að farið yrði að lögum varðandi ráðningu yfirmannsins. Ingunn sagði, að lítið væri að segja um málið á þessu stigi. Lyfjastofnun væri að vinna í því. Á fundinum hefðu forsvarsmenn hennar útskýrt hvað væri að gerast. "Er eðlilegt að það taki meira en eitt og hálft ár að ná niðurstöðu í mál þar sem menn virðast sammála um að ekki sé farið að lögum?" spurði Ingunn og sagði lyfjafræðinga lítið annað geta gert en að bíða fram yfir áramót.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×