Fischer vill flytjast til Íslands 17. desember 2004 00:01 MYND/Reuters Bobby Fischer vill flytjast til Íslands og japönsk unnusta hans líka, en hún segist ákaflega hrifin af jarðböðum og fiski. Fjölmargar hindranir standa þó í vegi fyrir Fischer og óljóst hvernig hægt er að ryðja þeim úr vegi. Óljóst er hvert næsta skrefið er í máli Fischers sem situr enn í fangelsi í Japan. Í morgun héldu unnusta hans og lögmaður fréttamannafund í Tókýó þar sem þau sögðu hann ákaflega ánægðan með boð Íslendinga og vildi ólmur komast hingað sem fyrst. Bobby Fischer kom Íslandi á kortið, samkvæmt heimasíðu BBC. Þar er þeirri spurningu velt upp af hverju Íslendingar hafi kosið að bjóða ofsóknarbrjáluðum einsetumanni með afar öfgakenndar skoðanir landvistarleyfi. Það sé nánast óskiljanlegt í ljósi þess að það gæti komið við kaunin á Bandaríkjamönnum, sem væru óneitanlega afar öflugir óvinir. Haft er eftir íslenskum stjórnvöldum að boðið sé mannúðaraðgerð. Hins vegar yrði ekki fallið frá málsókn á hendur japönskum stjórnvöldum fyrr en tryggt væri að Fischer kæmist óáreittur hingað til lands. Hann kemst þó að líkindum hvergi fyrr en málsóknin er afgreidd, sem og fyrr en leyst hefur verið úr því hvort og þá hvaða ríkisfang hann hefur. Japanar geta ekki vísað honum úr landi þar sem hann hefur ekki gilt vegabréf. Fischer lítur svo á að hann hafi afsalað sér bandarískum ríkisborgararétti en er sagður eiga eftir að ganga formlega frá pappírum sem því við koma - en það þyrfti hann að gera í bandarísku sendiráði. Í Bandaríkjunum er hann eftirlýstur, sem kunnugt er, og því næsta víst að við komuna í sendiráð yrði hann handtekinn. Það eru fleiri ríki sem hafa mál Fischers til umfjöllunar. Þýsk stjórnvöld kanna hvort hann kunni að hafa rétt á þýsku vegabréfi þar sem afi hans var Þjóðverji. Sjálfur hefur Fischer lýst áhuga sínum á að búa í Sviss og í erlendum fjölmiðlum er því velt upp að Ísland kunni að verða áfangastaður á leið hans eitthvað annað. En erlendir fjölmiðlar velta því líka fyrir sér af hverju Íslendingar tóku upp á því að bjóða Fischer dvalarleyfi. Fréttamaður BBC veltir því upp hvað Íslendingar sjái í ofsóknarbrjáluðum einbúa sem sé helst þekktur fyrir öfgakenndar skoðanir og gyðingahatur. Vitnað er í Pál Stefánsson, ljósmyndara hjá Iceland Review, og sagt að í augum Íslendinga sé Fischer hálfgerður David Beckham. Enn er með öllu óljóst hvort Bandaríkjamenn hyggist krefjast framsals, komi Fischer hingað til lands, en málið er enn til umfjöllunar í Washington þar sem ákvörðun utanríkisráðherra og jólaandinn í ráðuneytinu kom embættismönnum í opna skjöldu. Fréttir Innlent Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira
Bobby Fischer vill flytjast til Íslands og japönsk unnusta hans líka, en hún segist ákaflega hrifin af jarðböðum og fiski. Fjölmargar hindranir standa þó í vegi fyrir Fischer og óljóst hvernig hægt er að ryðja þeim úr vegi. Óljóst er hvert næsta skrefið er í máli Fischers sem situr enn í fangelsi í Japan. Í morgun héldu unnusta hans og lögmaður fréttamannafund í Tókýó þar sem þau sögðu hann ákaflega ánægðan með boð Íslendinga og vildi ólmur komast hingað sem fyrst. Bobby Fischer kom Íslandi á kortið, samkvæmt heimasíðu BBC. Þar er þeirri spurningu velt upp af hverju Íslendingar hafi kosið að bjóða ofsóknarbrjáluðum einsetumanni með afar öfgakenndar skoðanir landvistarleyfi. Það sé nánast óskiljanlegt í ljósi þess að það gæti komið við kaunin á Bandaríkjamönnum, sem væru óneitanlega afar öflugir óvinir. Haft er eftir íslenskum stjórnvöldum að boðið sé mannúðaraðgerð. Hins vegar yrði ekki fallið frá málsókn á hendur japönskum stjórnvöldum fyrr en tryggt væri að Fischer kæmist óáreittur hingað til lands. Hann kemst þó að líkindum hvergi fyrr en málsóknin er afgreidd, sem og fyrr en leyst hefur verið úr því hvort og þá hvaða ríkisfang hann hefur. Japanar geta ekki vísað honum úr landi þar sem hann hefur ekki gilt vegabréf. Fischer lítur svo á að hann hafi afsalað sér bandarískum ríkisborgararétti en er sagður eiga eftir að ganga formlega frá pappírum sem því við koma - en það þyrfti hann að gera í bandarísku sendiráði. Í Bandaríkjunum er hann eftirlýstur, sem kunnugt er, og því næsta víst að við komuna í sendiráð yrði hann handtekinn. Það eru fleiri ríki sem hafa mál Fischers til umfjöllunar. Þýsk stjórnvöld kanna hvort hann kunni að hafa rétt á þýsku vegabréfi þar sem afi hans var Þjóðverji. Sjálfur hefur Fischer lýst áhuga sínum á að búa í Sviss og í erlendum fjölmiðlum er því velt upp að Ísland kunni að verða áfangastaður á leið hans eitthvað annað. En erlendir fjölmiðlar velta því líka fyrir sér af hverju Íslendingar tóku upp á því að bjóða Fischer dvalarleyfi. Fréttamaður BBC veltir því upp hvað Íslendingar sjái í ofsóknarbrjáluðum einbúa sem sé helst þekktur fyrir öfgakenndar skoðanir og gyðingahatur. Vitnað er í Pál Stefánsson, ljósmyndara hjá Iceland Review, og sagt að í augum Íslendinga sé Fischer hálfgerður David Beckham. Enn er með öllu óljóst hvort Bandaríkjamenn hyggist krefjast framsals, komi Fischer hingað til lands, en málið er enn til umfjöllunar í Washington þar sem ákvörðun utanríkisráðherra og jólaandinn í ráðuneytinu kom embættismönnum í opna skjöldu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Fleiri fréttir Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Sjá meira