Innlent

Tankbíll valt á Kringlumýrarbraut

Ökumaður slapp ómeiddur þegar stór tankbíll, hlaðinn þurrum sandi, valt þegar hann var að komast yfir gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar í gærkvöldi. Bíllinn valt út fyrir veginn og tók olía og glussi að leka úr honum. Stóreflis krani var kallaður á vettvang til að ná bílnum á réttan kjöl og urðu nokkrar tafir á umferð á meðan. Þá þurftu slökkviliðsmenn að hreinsa vettvang. Bíllinn reyndist númerslaus og þar með ótryggður en nánari skýringar á þessari ökuferð liggja ekki fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×