Hauka mæta afslappaðir gegn Kiel 6. nóvember 2004 00:01 Meistaraflokkslið Hauka í handknattleik karla hefur sýnt góða frammistöðu í Meistaradeild Evrópu og náð ágætis árangri þrátt fyrir að vera með sterkum liðum í riðli. Þá hefur liðið verið á hraðri siglingu í íslensku deildinni, aðeins tapað einum leik af fyrstu sjö, og trónir á toppi Norðurriðilsins. Haukarnir hafa á köflum leikið feiknagóðan handbolta og þá sérstaklega í Meistaradeildinni þegar mótspyrnan hefur verið hvað mest. Í kvöld mæta Haukar þýska liðinu Kiel en fyrri leikur liðanna fór fram í síðasta mánuði þar sem Kiel hafði betur, 35-28. Haukarnir léku prýðilega á köflum en það var við ofurefli að etja og því fór sem fór. Haukar mættu síðast franska liðinu Creteil og höfðu betur í miklum markaleik sem endaði 37-30. Það gefur því góða von um leikinn í dag og sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, að leikurinn legðist vel í sína menn. "Við erum ekki alveg búnir að negla hvort við breytum leik okkar frá síðustu viðureign liðanna," sagði Páll. "Það fer svona eftir því hvaða liði þeir munu stilla upp að þessu sinni." Að sögn Páls er mikilvægt að menn séu á tánum allan tímann því detti einbeitingin niður geti það reynst dýrkeypt. "Það sást best í leiknum gegn Savehof, þar sem stigi var hálfpartinn stolið af okkur, að menn mega ekki slá slöku við," sagði Páll. "En í dag munum við mæta afslappaðir til leiks og fyrst og fremst njóta þess að spila." Leikurinn verður ekki sýndur beint á Sýn eins og til stóð þar sem þýsk sjónvarpsstöð sem átti að sjá um útsendinguna hætti við sýna leikinn hjá sér. Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Meistaraflokkslið Hauka í handknattleik karla hefur sýnt góða frammistöðu í Meistaradeild Evrópu og náð ágætis árangri þrátt fyrir að vera með sterkum liðum í riðli. Þá hefur liðið verið á hraðri siglingu í íslensku deildinni, aðeins tapað einum leik af fyrstu sjö, og trónir á toppi Norðurriðilsins. Haukarnir hafa á köflum leikið feiknagóðan handbolta og þá sérstaklega í Meistaradeildinni þegar mótspyrnan hefur verið hvað mest. Í kvöld mæta Haukar þýska liðinu Kiel en fyrri leikur liðanna fór fram í síðasta mánuði þar sem Kiel hafði betur, 35-28. Haukarnir léku prýðilega á köflum en það var við ofurefli að etja og því fór sem fór. Haukar mættu síðast franska liðinu Creteil og höfðu betur í miklum markaleik sem endaði 37-30. Það gefur því góða von um leikinn í dag og sagði Páll Ólafsson, þjálfari Hauka, að leikurinn legðist vel í sína menn. "Við erum ekki alveg búnir að negla hvort við breytum leik okkar frá síðustu viðureign liðanna," sagði Páll. "Það fer svona eftir því hvaða liði þeir munu stilla upp að þessu sinni." Að sögn Páls er mikilvægt að menn séu á tánum allan tímann því detti einbeitingin niður geti það reynst dýrkeypt. "Það sást best í leiknum gegn Savehof, þar sem stigi var hálfpartinn stolið af okkur, að menn mega ekki slá slöku við," sagði Páll. "En í dag munum við mæta afslappaðir til leiks og fyrst og fremst njóta þess að spila." Leikurinn verður ekki sýndur beint á Sýn eins og til stóð þar sem þýsk sjónvarpsstöð sem átti að sjá um útsendinguna hætti við sýna leikinn hjá sér.
Íþróttir Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira