Viðskipti

Hitinn og magnið kemur á óvart

Verktakar í Vaðlaheiðargöngum gætu lent á nokkrum köldum vatnsæðum þar sem rennsli gæti orðið álíka kraftmikið og úr sprungunni sem tefur gangagerðina. Rannsóknir sýndu að jarðhiti gæti fundist á gangaleiðinni.

Viðskipti innlent

Camel fer upp að hlið Marlboro

Eftir samkomulag um kaup Reynolds American Inc. á Lorillard Inc. fyrir 25 milljarða Bandaríkjadala verður fyrrnefnda fyrirtækið næststærsti tóbaksframleiðandi Bandaríkjanna á eftir Altria, sem meðal annars framleiðir Marlboro-sígarettur. Kaupverðið samsvarar yfir 2.850 milljörðum íslenskra króna.

Viðskipti erlent

Bandarísk yfirvöld ósammála Sigmundi

Bandaríska matvöruverslunin Costco auglýsir lífrænt ræktað kjöt á vefsíðu sinni sem vottað sé af bandarískum yfirvöldum. Talsmaður bandaríska sendiráðsins segir rannsóknir sýna að bandarískt kjöt og unnar kjötvörur séu öruggar.

Viðskipti innlent

BRICS-ríkin stofna þróunarbanka

Leiðtogar hinna svokölluðu BRICS-ríkja, þ.e. Brasilíu, Rússlands, Indlands, Kína og Suður-Afríku, skrifuðu í dag undir samkomulag um að koma á fót nýjum þróunarbanka og gjaldeyrisvarasjóði.

Viðskipti erlent

Skapar um 400 ný störf

Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power).

Viðskipti innlent

Gangagerðarmenn flýja heita vatnið

Stríður straumur af heitu vatni í Vaðlaheiðargöngum bendir til að gjöful heitavatnsæð sé á svæðinu. Forstjóri Norðurorku segir þetta hafa komið mönnum á óvart og gera þurfi rannsóknir í kring um göngin. Ákveðið að hefja borun Fnjóskadalsmeginn á meðan vatnsflaumurinn er stöðvaður Eyjafjarðarmegin.

Viðskipti innlent

N4 á Akureyri til sölu

Fjölmiðlafyrirtækið N4 á Akureyri er komið í söluferli. Fjárfestingafélagið Tækifæri, sem er að mestu í eigu KEA, Akureyrarkaupstaðar og Lífeyrissjóðsins Stapa, hefur sýnt kaupunum áhuga.

Viðskipti innlent