Viðskipti innlent

Misheppnuð ævintýri Silicor Materials

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Athafnasvæðið á Grundartanga.
Athafnasvæðið á Grundartanga. VÍSIR/PJETUR

Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials, sem hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga, hefur áður þurft að falla frá keimlíkum framkvæmdum vegna fjármögnunarörðugleika.

Fyrirtækið fyrirhugaði að hefja framleiðslu á sólarkísil í Lownedes-sýslu í Mississippi í Bandaríkjunum en verkefnið hljóðaði upp á framkvæmdir fyrir rúmlega 200 milljónir dala, um 46 milljarða króna, og átti það að tryggja um 950 störf á svæðinu. Fyrirhuguð framleiðslugeta var um 16 þúsund tonn á ári.

Stjórnvöld í Mississippi höfðu samþykkt í september 2011 að veita fyrirtækinu, sem þá bar nafnið Calisolar, opinbera aðstoð upp á rúmlega 94 milljónir dala, um 10,7 milljarða króna, til að greiða leið framkvæmdanna í fylkinu. Aðstoðin fól meðal annars í sér gatnagerð, hagstæðar lánalínur og margvíslega skattahvata.

Eftir að fyrirhuguðum framkvæmdum fyrirtækisins seinkaði sífellt kröfðust yfirvöld í Lownedes-sýslu um mitt ár 2012 að forráðamenn fyrirtækisins legðu fram 150 þúsund dali, rúmlega 17 milljónir króna, í vörslufé. Sýslan útvegaði fyrirtækinu meðal annars um 90 hektara landsvæði til byggingar verksmiðju sinnar og treystu yfirvöld sér ekki til að halda því fráteknu fyrir Silicor ótímabundið. Var upphæðin sögð forsenda þess að fyrirtækinu yrði veitt fyrrgreind aðstoð og myndi fyrirtækið fá upphæðina greidda að fullu til baka við upphaf framkvæmda.

Theresa Jester, forstjóri Silicor Materials, og Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxaflóahafna við Grundartanga í lok maí. VÍSIR/BJÖRN SIGURÐSSON

Verkefnið fór út um þúfur
Silicor mistókst að reiða fram þessa 150 þúsund dali, þrátt fyrir að hafa fengið rúmlega tíu mánaða frest, og aldrei varð úr framkvæmdunum. Silicor náði aldrei að fjármagna framkvæmdir sínar og þurfti því frá að hverfa sem olli yfirvöldum í sýslunni töluverðum heilabrotum.

„Við skiljum einfaldlega ekki hvernig einhver sem segist ætla að ráðast í framkvæmdir fyrir rúmlega 200 milljónir dollara á í erfiðleikum með að leggja fram 150 þúsund dali í vörslufé fyrir tvo mikilvæga eindaga,“ sagði Joe Max Higgins, forstjóri Columbus Lowndes Development Link í samtali við þarlenda fjölmiðla.

Í upphafi þessa árs voru yfirvöldum í Lownedes-sýslu greiddar rúmlega 27 milljónir króna í skaðabætur til að vega upp á móti útgjöldunum sem þau réðust í til að lokka Silicor til sýslunnar.

Þetta er þó ekki í eina skiptið sem fjármögnunarvandi fyrirtækisins hefur komist í heimspressuna en árið 2011 þurfti Silicor Materials, þá einnig undir nafninu Calisolar, að hætta við byggingu verksmiðju í Ohio af sömu ástæðu. Forráðamenn Calisolar höfðu fengið vilyrði fyrir 275 milljóna dala (31 milljarða króna) lánveitingu frá bandarískum yfirvöldum vegna verkefnisins sem þeir afþökkuðu á „síðustu stundu“ því þeir vildu heldur horfa til Mississippi og fyrrnefndar sólarkísilframleiðslu í Lownedes. Skömmu síðar var nafninu breytt í Silicor en nafnbreytingin var sögð tilkomin vegna „stefnubreytingar hjá fyrirtækinu“.

Vísir greindi frá því í gær að Silicor Materials hefði náð samkomulagi við Arion-banka um að annast fjármögnun á verkefninu en í samtali við Vísi segir fulltrúi bankans að fjármögnunin „gangi vel“.

Eins og áður hefur komið fram hyggst bandaríska fyrirtækið framleiða allt að 19 þúsund tonn af sólarkísil á ári í 77 milljarða króna verksmiðju á Grundartanga. Fyrirtækið vonast til að framkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári og að verksmiðjan taki til starfa árið 2016.


Breyttar forsendur í Mississippi
Í samtali við Vísi segir Davíð Stefánsson, ráðgjafi Silicor á Íslandi, þessa framvindu mála hjá fyrirtækinu í Bandaríkjunum eiga sér eðlilegar skýringar.

„Veigamesti þátturinn fólst í því að það kemur upp viðskiptastríð milli Bandaríkjanna og Kína sem þýddi að tæplega 60 prósent tollur var lagður á vörur inn í Kína frá Bandaríkjunum,“ segir Davíð. „Kína er stærsta markaðssvæðið fyrir vörur Silicor Materials og með 60 prósent tollum á vörur þeirra var þeim einfaldlega kippt út af markaði. Það breyttust allar forsendur, það segir sig sjálft,“ bætir hann við.

Fríverslunarsamningur Íslands og Kína réði því miklu um að bandaríska fyrirtækið Silicor Materials ákvað að reisa sólarkísilverksmiðju við Grundartanga.


Tengdar fréttir

Skapar um 400 ný störf

Bandaríska fyrirtækið Silicor Materials hefur ákveðið að reisa sólarkísilverksmiðju á Grundartanga. Í tilkynningu frá fyrirtækinu kemur fram að Arionbanki muni annast fjármögnun verkefnisins, og að fyrir liggi viljayfirlýsing um kaup á orku frá Landsvirkjun og Orku Náttúrunnar (ON Power).

Telja slys við Grundartanga bara tímaspursmál

Forsvarsmenn fyrirtækja á Grundartanga lýsa þungum áhyggjum af vegtengingu Hringvegar við afleggjarann að iðnaðarsvæðinu. Vegamálastjóri telur fulla ástæðu til að skoða vegamótin með umferðaröryggi í huga.

67 milljarða króna samningur undirritaður í dag

Fulltrúar Thorsil ehf. og bandaríska fyrirtækisins Hunter Douglas Metals undirrituðu nú í hádeginu samning um sölu og dreifingu á kísil frá fyrirhuguðu kísilveri Thorsil í Helguvík.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,97
21
102.289
FESTI
2,84
16
385.019
MAREL
2,39
26
506.488
BRIM
2,37
6
62.304
VIS
2,13
17
431.999

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,37
2
27.000
ARION
-1,24
25
330.100
LEQ
-0,92
4
131.254
SYN
-0,27
1
2.092
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.