Viðskipti

Hvalur greiddi tæpan milljarð króna í arð

Hagnaður Hvals hf. nam tveimur og hálfum milljarði króna í fyrra og jókst um 1,8 milljarða. Arðgreiðslur til eigenda félagsins námu samtals 986 milljónum króna. Afkoman skýrist að mestu af tekjum vegna eignarhluts í HB Granda og Hampiðjunni.

Viðskipti innlent

Ekki sama hver lánar

Hér á landi hefur alltaf skipt miklu máli hvort það er Jón eða séra Jón sem á í hlut. Í síðustu viku kom það fram hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra í umræðum á Alþingi að verklagsferlar hafi ekki verið hefðbundnir þegar Seðlabankinn lánaði Kaupþingi 500 milljónir evra (76 milljarða króna) með veði í danska bankanum FIH í byrjun október 2008.

Viðskipti innlent

Upphafskvótinn aðeins 260 þúsund tonn

Upphafskvóti á komandi loðnuvertíð verður aðeins 260 þúsund tonn ef farið verður að nýjum ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar. Kvóti íslenskra skipa gæti orðið langt innan við 200 þúsund tonn, vegna hlutdeildar annarra landa í kvótanum, þá einkum Norðmanna.

Viðskipti innlent