Viðskipti

Veritas hagnaðist um 755 milljónir í fyrra

Veritas Capital hagnaðist um 755 milljónir króna í fyrra og eigið fé félagsins nam tæpum fjórum milljörðum króna um síðustu áramót. Alls seldi fyrirtækið vörur fyrir 13,7 milljarða króna. Hagnaður Veritas á árinu 2010 var 1,1 milljarður króna. Samanlagt hefur fyrirtækið því hagnast um tæpa tvo milljarða króna á tveimur árum.

Viðskipti innlent

Alcoa skilaði rekstrarhagnaði

Álrisinn Alcoa, móðurfélag Fjarðaráls, skilaði hagnaði af rekstri sínum á þriðja ársfjórðungi ársins þvert á væntingar sérfræðinga sem spáð höfðu engum hagnaði eða jafnvel tapi á ársfjórðungnum.

Viðskipti erlent

Launin hækka og hækka á Wall Street

Laun fjármálafyrirtækjanna Í Bandaríkjunum, sem oft eru kennd við Wall Street, eru nú sögulegu hámarki, jafnvel þótt störfum hafi fækkað töluvert á undanförnum árum. Meðalárslaun venjulegs starfsmanns fjármálafyrirtækis í New York, þ.e. ekki stjórnanda, sem vinnur við tryggingaviðskipti og fleira, nema tæplega 362 þúsund dölum á ári, eða sem nemur 45,3 milljónum króna. Það gerir um 3,7 milljónir króna á mánuði. Frá þessu er greint á vefsíðu New York Times í dag.

Viðskipti erlent

Fréttaskýring: Leigumarkaðurinn í ójafnvægi

Hagstæðara virðist vera að kaupa íbúðarhúsnæði um þessar mundir en leigja. Í það minnsta ef tekið er mið af hlutfalli kaupverðs af leiguverði sem oft er notað til að gefa vísbendingu um hvor valkosturinn er betri. Greiningaraðilar á markaði spá flestir nokkurri raunhækkun á húsnæðisverði á næstu misserum. Ein forsenda slíkra spáa er að hluti þess hóps sem nú er á leigumarkaði fari brátt að huga að húsnæðiskaupum.

Viðskipti innlent

ESÍ átti 340 milljarða um áramót

Eignasafn Seðlabanka Íslands (ESÍ) var stofnað eftir hrun til að halda utan um allskyns útistandandi kröfur Seðlabankans. Að stærstum hluta er um að ræða þær kröfur sem ríkissjóður keypti af bankanum til að gera eigið fé hans jákvætt í lok árs 2008 og sem bankinn keypti síðan aftur á árinu 2009.

Viðskipti innlent

Breytingar gætu bætt stöðuna

Gengi hlutabréfa álrisans Alcoa hefur fallið í verði um 50% síðustu átján mánuði vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á áli. Búist var við því að í gær, eftir að Markaðurinn fór í prentun, að tilkynnt yrði um tap á rekstri á þriðja ársfjórðungi. Bloomberg segir svo frá.

Viðskipti innlent

Reyna sífellt að skafa af mínútur

DHL á Íslandi fagnar um þessar mundir 30 ára starfsafmæli. Markaðurinn ræddi við Atla Frey Einarsson, framkvæmdastjóra félagsins, af þessu tilefni um fyrirtækið, umsvifin í efnahagslífinu og þær breytingar sem orðið hafa á hraðflutningum síðustu áratugi.

Viðskipti innlent

Samruni hefði getað kostað skattborgara háar fjárhæðir

Samkeppniseftirlitið (SE) ógilti á mánudag samruna Veritas Capital og Fastus ehf., sem bæði reka starfsemi á sviði heilbrigðisþjónustu. Taldi eftirlitið að við samrunann yrði til fyrirtæki sem öðlast myndi markaðsráðandi stöðu í sölu á flóknum lækningatækjum sem myndi leiða af sér aðgangshindranir fyrir nýja aðila. Auk þess sýndi ítarleg rannsókn SE þá niðurstöðu að Landspítalinn og aðrir viðskiptavinir þess byggju ekki yfir nægilegum kaupendastyrk til að „draga úr mætti hins sameinaða fyrirtækis“.

Viðskipti innlent

Mikilvægi góðrar hljóðvistar

Vitundarvakning hefur orðið hér á landi um mikilvægi hljóðvistar. Sérstakt svið innan verkfræðistofunnar EFLU veitir fyrirtækjum, stofnunum og heimilum ráðgjöf um hljóðvist. Vinnustaðir, skólar og íbúðarhúsnæði eru dæmi um staði þar sem mikilvægt er að hl

Kynningar

Allt fyrir atvinnumanninn

Hjá MHG verslun er persónuleg þjónusta í fyrirrúmi. Verslunin er leiðandi í innflutningi á vinnuvélum og varahlutum og er einnig í fararbroddi með vörur fyrir golf- og fótboltavelli, steypusagir, bora, sláttuvélar og hillukerfi. Öllum þörfum viðskiptavina

Kynningar

Mikið úrval gæðamerkja á góðu verði

Húsasmiðjan býður upp á mikið úrval borvéla, bæði rafmagns- og rafhlöðuborvélar fyrir heimili og iðnaðarmenn. "Hér ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi og nánast í hverjum mánuði erum við með tilboð á einhverjum vélum,“ segir Jón Örn Bragason, vörus

Kynningar

Sigurður: Farið fram með offorsi - greinargerðin í heild

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segist engin lög hafa brotið í hinu svokallaða Al-Thani máli. Í nítján síðna greinargerð sinni í málinu segir hann upplegg málsins bera þess merki, að embætti sérstaks saksóknara hafi farið fram með offorsi gegnum honum, og raunar fleiri fyrrverandi starfsmönnum fjármálafyrirtækja.

Viðskipti innlent

Langmest verðtryggingarmisvægi hjá Landsbankanum

Verðtryggingarmisvægi viðskiptabankanna, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, nemur ríflega 208 milljörðum króna, samkvæmt tölum sem birtar eru í fjármálastöðugleikariti Seðlabanka Íslands. Það þýðir að verðtryggðar eignir bankanna voru meiri en verðtryggðar skuldir þeirra, sem nemur ofangreindri tölu. Mest er misvægið hjá Landsbankanum, eða 73 prósent af eiginfjárgrunni. Hjá Arion er það 32 af eiginfjárgrunni og hjá Íslandsbanka 6 prósent af eiginfjárgrunni.

Viðskipti innlent

Metfjöldi ferðamanna í september

Um 64.700 erlendir gestir fóru frá landinu um Leifsstöð í september sl. og er hér um að ræða langstærsta septembermánuð frá upphafi í fjölda þeirra. Í september í fyrra var fjöldi þeirra 51.600 og jafngildir þetta aukningu upp á heil 25,4% milli ára, sem er heldur meiri aukning en verið hefur á milli ára í mánuði hverjum það sem af er ári.

Viðskipti innlent

Hreiðar sakar undirmenn sína um lögbrot

Hreiðar Már Sigurðsson furðar sig á að sérstakur saksóknari hafi ekki ákært tiltekna undirmenn hans fyrir löglaust uppgjör á þrettán milljarða sjálfsábyrgð sjeiks Al Thani. Slitastjórn Kaupþings telur ábyrgðina ógreidda og hefur stefnt sjeiknum til að greiða hana.

Viðskipti innlent

Hjóla í aðalvitni saksóknara

Í greinargerð Hreiðars Más eru tveir fyrrverandi starfsmenn Kaupþings nafngreindir sem lykilmennirnir í Brooks-fléttunni. Þetta eru þeir Eggert Hilmarsson, sem var lögfræðingur hjá Kaupþingi í Lúxemborg, og Halldór Bjarkar Lúðvígsson, sem var viðskiptastjóri á lánasviði Kaupþings. Þar segir að þeim hafi verið ljóst vegna starfa sinna, eða mátt vera ljóst, að ráðstöfunin bryti gegn hagsmunum Brooks og ekki síður Kaupþings.

Viðskipti innlent

Hreiðar: Lög brotin í Al Thani-málinu

Refsivert lögbrot átti sér stað í Al Thani-málinu, að sögn Hreiðar Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings. Hann beri hins vegar ekki ábyrgð á því, heldur undirmenn hans, og sérstakur saksóknari hafi ekki einu sinni ákært fyrir þann þátt málsins.

Viðskipti innlent

Horfur á annarri fjármálakreppu

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að leiðtogar evruríkjanna verði að bregðast skjótt við skuldavanda Grikklands og Spánar, annars hætti þeir á að önnur fjármálakreppa ríði yfir heiminn. Þetta kemur fram

Viðskipti innlent

Almenningur hafnar verðtryggingunni

Nýjar tölur um lán til íbúðakaupa sýna að almenningur hefur hafnað verðtryggingunni nær algjörlega, því langstærstur hluti þeirra er óverðtryggður. Forstjóri Íbúðalánasjóðs segist vonast til þess að sjóðurinn geti byrjað að veita óverðtryggð lán í lok árs.

Viðskipti innlent

Skiptar skoðanir um endurreisn Landsbankans

Bjarni Benediktsson spurði Steingrím J. Sigfússon á Alþingi í dag hvort mistök hefðu verið gerð þegar Landsbankinn var endurreistur. Hann hefur miklar áhyggjur af því að bankinn geti ekki staðið við stórar afborganir á komandi árum og óttast jafnvel annað hrun íslensku krónunnar.

Viðskipti innlent