Samruni hefði getað kostað skattborgara háar fjárhæðir Þórður Snær Júlíusson skrifar 10. október 2012 00:00 Samkeppniseftirlitið taldi markaðina sem fyrirtækin starfa á mikilvæga og að samruninn gæti haft víðtækar afleiðingar fyrir almenning í för með sér. Páll Gunnar Pálsson er forstjóri eftirlitsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samkeppniseftirlitið (SE) ógilti á mánudag samruna Veritas Capital og Fastus ehf., sem bæði reka starfsemi á sviði heilbrigðisþjónustu. Taldi eftirlitið að við samrunann yrði til fyrirtæki sem öðlast myndi markaðsráðandi stöðu í sölu á flóknum lækningatækjum sem myndi leiða af sér aðgangshindranir fyrir nýja aðila. Auk þess sýndi ítarleg rannsókn SE þá niðurstöðu að Landspítalinn og aðrir viðskiptavinir þess byggju ekki yfir nægilegum kaupendastyrk til að „draga úr mætti hins sameinaða fyrirtækis“. Velferðarráðuneytið taldi enn fremur að við sameiningu fyrirtækjanna myndu öll tilboð og afslættir sem stofnanir þess fá verða minni. Þegar þetta er skoðað, ásamt því að Landspítalinn þarf að endurnýja tækjabúnað sinn umtalsvert á næstu árum auk þess sem bygging nýs spítala mun hafa í för með sér talsverð útgjöld, þá komst SE að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að tryggja virka samkeppni í viðskiptum með lækningatæki sem getur „varðað hagsmuni skattborgaranna sem nema háum fjárhæðum“. Þetta kemur fram í ákvörðun eftirlitsins sem birt var í byrjun vikunnar. Veritas Capital er móðurfélag félaga sem reka starfsemi á sviði heilbrigðisþjónustu og rekur meðal annars dótturfélögin Medor ehf. sem selur lækningatæki, Vistor sem selur meðal annars lyf í heildsölu og Distica ehf. sem sérhæfir sig í dreifingu á lyfjum og öðrum vörum fyrir heilbrigðisþjónustu. Fastus selur hins vegar lækningatæki, auk rekstrarvara fyrir hótel- og veitingageirann. Í skýrslu SE kemur fram að bæði velferðarráðuneytið og Landspítalinn telji að samruni Veritas og Fastus muni „hafa í för með sér skaðleg áhrif á samkeppni“. Ráðuneytið segir enn fremur, í svari sínu við fyrirspurn SE um málið, að „við að sameina þessi tvö fyrirtæki minnkar samkeppni og þar með verða öll tilboð og afslættir minni. Sé þetta skoðað í ljósi þess að sameinað fyrirtæki er að selja […] þremur stofnunum [LSH, FSA og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins] vörur fyrir meira en fjóra milljarða getur það skipt gríðarlega miklu máli í hagræðingarmöguleikum viðkomandi stofnana“. Í svari Landspítalans við fyrirspurn eftirlitsins kom fram að „samruninn getur haft veruleg áhrif ekki síst í rannsóknarvörum þar sem sami aðili er kominn með umboð fyrir þrjá af fimm stærstu rannsóknartækjaframleiðendum í heiminum. Þarna getur skapast markaðsráðandi staða sem getur leyft ráðandi aðilum að lækka verð og ýta samkeppnisaðilum út af markaðnum“. Það var því mat SE að þeir markaðir sem fyrirtækin tvö starfa á séu mikilvægir fyrir almenning og að það sé á endanum hann sem „bæði nýtur heilbrigðisþjónustunnar og greiðir þann kostnað sem af hlýst með einum eða öðrum hætti. Að undanförnu hefur komið fram að tækjabúnaður Landspítalans og annarra heilbrigðisstofnana í landinu sé í mörgum tilfellum úr sér genginn vegna sparnaðar í tækjakaupum undanfarin ár, ekki síst í kjölfar efnahagshrunsins. Áætlað er að spítalinn verði að endurnýja tækjabúnað sinn umtalsvert á næstu árum auk þess sem bygging nýs Landspítala mun hafa í för með sér töluverð útgjöld á þessu sviði. Virk samkeppni í viðskiptum með lækningatæki getur því varðað hagsmuni skattborgaranna sem nema háum fjárhæðum“. SE ákvað því að ógilda samrunann. Tengdar fréttir Veritas hagnaðist um 755 milljónir í fyrra Veritas Capital hagnaðist um 755 milljónir króna í fyrra og eigið fé félagsins nam tæpum fjórum milljörðum króna um síðustu áramót. Alls seldi fyrirtækið vörur fyrir 13,7 milljarða króna. Hagnaður Veritas á árinu 2010 var 1,1 milljarður króna. Samanlagt hefur fyrirtækið því hagnast um tæpa tvo milljarða króna á tveimur árum. 10. október 2012 09:00 Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Samkeppniseftirlitið (SE) ógilti á mánudag samruna Veritas Capital og Fastus ehf., sem bæði reka starfsemi á sviði heilbrigðisþjónustu. Taldi eftirlitið að við samrunann yrði til fyrirtæki sem öðlast myndi markaðsráðandi stöðu í sölu á flóknum lækningatækjum sem myndi leiða af sér aðgangshindranir fyrir nýja aðila. Auk þess sýndi ítarleg rannsókn SE þá niðurstöðu að Landspítalinn og aðrir viðskiptavinir þess byggju ekki yfir nægilegum kaupendastyrk til að „draga úr mætti hins sameinaða fyrirtækis“. Velferðarráðuneytið taldi enn fremur að við sameiningu fyrirtækjanna myndu öll tilboð og afslættir sem stofnanir þess fá verða minni. Þegar þetta er skoðað, ásamt því að Landspítalinn þarf að endurnýja tækjabúnað sinn umtalsvert á næstu árum auk þess sem bygging nýs spítala mun hafa í för með sér talsverð útgjöld, þá komst SE að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að tryggja virka samkeppni í viðskiptum með lækningatæki sem getur „varðað hagsmuni skattborgaranna sem nema háum fjárhæðum“. Þetta kemur fram í ákvörðun eftirlitsins sem birt var í byrjun vikunnar. Veritas Capital er móðurfélag félaga sem reka starfsemi á sviði heilbrigðisþjónustu og rekur meðal annars dótturfélögin Medor ehf. sem selur lækningatæki, Vistor sem selur meðal annars lyf í heildsölu og Distica ehf. sem sérhæfir sig í dreifingu á lyfjum og öðrum vörum fyrir heilbrigðisþjónustu. Fastus selur hins vegar lækningatæki, auk rekstrarvara fyrir hótel- og veitingageirann. Í skýrslu SE kemur fram að bæði velferðarráðuneytið og Landspítalinn telji að samruni Veritas og Fastus muni „hafa í för með sér skaðleg áhrif á samkeppni“. Ráðuneytið segir enn fremur, í svari sínu við fyrirspurn SE um málið, að „við að sameina þessi tvö fyrirtæki minnkar samkeppni og þar með verða öll tilboð og afslættir minni. Sé þetta skoðað í ljósi þess að sameinað fyrirtæki er að selja […] þremur stofnunum [LSH, FSA og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins] vörur fyrir meira en fjóra milljarða getur það skipt gríðarlega miklu máli í hagræðingarmöguleikum viðkomandi stofnana“. Í svari Landspítalans við fyrirspurn eftirlitsins kom fram að „samruninn getur haft veruleg áhrif ekki síst í rannsóknarvörum þar sem sami aðili er kominn með umboð fyrir þrjá af fimm stærstu rannsóknartækjaframleiðendum í heiminum. Þarna getur skapast markaðsráðandi staða sem getur leyft ráðandi aðilum að lækka verð og ýta samkeppnisaðilum út af markaðnum“. Það var því mat SE að þeir markaðir sem fyrirtækin tvö starfa á séu mikilvægir fyrir almenning og að það sé á endanum hann sem „bæði nýtur heilbrigðisþjónustunnar og greiðir þann kostnað sem af hlýst með einum eða öðrum hætti. Að undanförnu hefur komið fram að tækjabúnaður Landspítalans og annarra heilbrigðisstofnana í landinu sé í mörgum tilfellum úr sér genginn vegna sparnaðar í tækjakaupum undanfarin ár, ekki síst í kjölfar efnahagshrunsins. Áætlað er að spítalinn verði að endurnýja tækjabúnað sinn umtalsvert á næstu árum auk þess sem bygging nýs Landspítala mun hafa í för með sér töluverð útgjöld á þessu sviði. Virk samkeppni í viðskiptum með lækningatæki getur því varðað hagsmuni skattborgaranna sem nema háum fjárhæðum“. SE ákvað því að ógilda samrunann.
Tengdar fréttir Veritas hagnaðist um 755 milljónir í fyrra Veritas Capital hagnaðist um 755 milljónir króna í fyrra og eigið fé félagsins nam tæpum fjórum milljörðum króna um síðustu áramót. Alls seldi fyrirtækið vörur fyrir 13,7 milljarða króna. Hagnaður Veritas á árinu 2010 var 1,1 milljarður króna. Samanlagt hefur fyrirtækið því hagnast um tæpa tvo milljarða króna á tveimur árum. 10. október 2012 09:00 Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Veritas hagnaðist um 755 milljónir í fyrra Veritas Capital hagnaðist um 755 milljónir króna í fyrra og eigið fé félagsins nam tæpum fjórum milljörðum króna um síðustu áramót. Alls seldi fyrirtækið vörur fyrir 13,7 milljarða króna. Hagnaður Veritas á árinu 2010 var 1,1 milljarður króna. Samanlagt hefur fyrirtækið því hagnast um tæpa tvo milljarða króna á tveimur árum. 10. október 2012 09:00