Sigurður: Farið fram með offorsi - greinargerðin í heild Magnús Halldórsson skrifar 9. október 2012 14:00 Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segist engin lög hafa brotið í hinu svokallaða Al-Thani máli. Í nítján síðna greinargerð sinni í málinu segir hann upplegg málsins bera þess merki, að embætti sérstaks saksóknara hafi farið fram með offorsi gegnum honum, og raunar fleiri fyrrverandi starfsmönnum fjármálafyrirtækja. Öllum ákæruatriðum vísar hann á bug, og segir þau ekki eiga við rök á styðjast, en hann lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu ákærunnar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurður segir enn fremur í greinargerð sinni að „helstu ráðamenn þjóðarinnar hafi á ábyrgðarlausan hátt gefið til kynna að refsiverð broti hafi verið framin í starfsemi fjármálafyrirtækja og þar með af hálfu þröngs hóps einstaklinga sem tengdist þeirri starfsemi. Þá hafa ummæli ráðamanna án nokkurs vafa aukið þrýsting á sérstakan saksóknara til að grípa til harkalegra aðgerða gegn umræddum einstaklingum og gefa út ákærur. Ummælin [ummæli ráðamanna] urðu enn fremur til þess að kynda enn frekar undir neikvæða umfjöllun fjölmiðla um málefni fjármálafyrirtækja og stjórnenda þeirra. Óhætt er að segja að umfjöllunin hafi bæði verið einhliða og á tíðum rætin. Atvikum í rekstri fjármálafyrirtækjanna hefur verið lýst af mikilli ónákvæmni og iðulega brugðið upp mynd svika og blekkinga." Sigurður segir enn fremur að alþjóðleg handtökuskipun, sem Interpol gaf út eftir ákvörðun sérstaks saksóknara þar um, hafi verið fullkomlega tilefnislaus og hafi valdið honum miklu tjóni. Ákæran í málinu byggir á því að ákærðu, sem eru auk Sigurðar þeir Ólafur Ólafsson, fyrrverandi stór hluthafi í bankanum fyrir hrun, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, hafi beitt blekkingum og staðið að markaðsmisnotkun, í tengslum við kaup Sjeiks Mohammed Al-Thani frá Katar á fimm prósenta hlut í Kaupþingi, í september 2008. Greinargerð Sigurðar í málinu, þar sem hann svarar ákæruefninu með ítarlegum hætti, má sjá hér í meðfylgjandi skjali. Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira
Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segist engin lög hafa brotið í hinu svokallaða Al-Thani máli. Í nítján síðna greinargerð sinni í málinu segir hann upplegg málsins bera þess merki, að embætti sérstaks saksóknara hafi farið fram með offorsi gegnum honum, og raunar fleiri fyrrverandi starfsmönnum fjármálafyrirtækja. Öllum ákæruatriðum vísar hann á bug, og segir þau ekki eiga við rök á styðjast, en hann lýsti yfir sakleysi sínu við þingfestingu ákærunnar í Héraðsdómi Reykjavíkur. Sigurður segir enn fremur í greinargerð sinni að „helstu ráðamenn þjóðarinnar hafi á ábyrgðarlausan hátt gefið til kynna að refsiverð broti hafi verið framin í starfsemi fjármálafyrirtækja og þar með af hálfu þröngs hóps einstaklinga sem tengdist þeirri starfsemi. Þá hafa ummæli ráðamanna án nokkurs vafa aukið þrýsting á sérstakan saksóknara til að grípa til harkalegra aðgerða gegn umræddum einstaklingum og gefa út ákærur. Ummælin [ummæli ráðamanna] urðu enn fremur til þess að kynda enn frekar undir neikvæða umfjöllun fjölmiðla um málefni fjármálafyrirtækja og stjórnenda þeirra. Óhætt er að segja að umfjöllunin hafi bæði verið einhliða og á tíðum rætin. Atvikum í rekstri fjármálafyrirtækjanna hefur verið lýst af mikilli ónákvæmni og iðulega brugðið upp mynd svika og blekkinga." Sigurður segir enn fremur að alþjóðleg handtökuskipun, sem Interpol gaf út eftir ákvörðun sérstaks saksóknara þar um, hafi verið fullkomlega tilefnislaus og hafi valdið honum miklu tjóni. Ákæran í málinu byggir á því að ákærðu, sem eru auk Sigurðar þeir Ólafur Ólafsson, fyrrverandi stór hluthafi í bankanum fyrir hrun, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, hafi beitt blekkingum og staðið að markaðsmisnotkun, í tengslum við kaup Sjeiks Mohammed Al-Thani frá Katar á fimm prósenta hlut í Kaupþingi, í september 2008. Greinargerð Sigurðar í málinu, þar sem hann svarar ákæruefninu með ítarlegum hætti, má sjá hér í meðfylgjandi skjali.
Mest lesið Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Andrew Thomas, stofnandi BetterYou talar á Læknadögum Samstarf Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Sjá meira