Viðskipti

Spáir óbreyttum stýrivöxtum

Greining Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi, sem verður 12. júní næstkomandi.

Viðskipti innlent

Kauphallarvélmenni nýttu sér Reuters klúður

Reuters fréttaþjónustan hefur viðurkennt að hafa klúðrað útsendingu á tölum um iðnaðarframleiðsluna í Bandaríkjunum (ISM index) fyrir viku síðan. Tölurnar fóru aðeins 15 millisekúndum of fljótt í loftið en það gátu kauphallarvélmenni, það er hraðvirk tölvukerfi, nýtt sér.

Viðskipti erlent

Rúmlega 8 milljarða halli hjá hinu opinbera

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,2 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi ársins sem er lakari niðurstaða en á sama tíma í fyrra er hún var neikvæð um 6,7 milljarða króna. Tekjuhallinn nam 1,9% af landsframleiðslu ársfjórðungsins eða 4,5% af tekjum hins opinbera.

Viðskipti innlent

Hagvöxtur á mann 0% á fyrsta ársfjórðungi

Á fyrsta fjórðungi ársins var 0,8% hagvöxtur. Hefur hagvöxtur ekki mælst minni síðan á þriðja fjórðungi 2010, þ.e. síðan hagkerfið fór að taka við sér eftir samdráttinn sem varð í kjölfar bankahrunsins 2008. Ef tekið er tillit til fólksfjölgunar sem var 0,8% á sama tímabili stóð verg landsframleiðsla (VLF) í stað að raungildi á milli ára, þ.e.a.s. hagvöxtur á mann var 0,0%.

Viðskipti innlent

Laun hækkuðu um 2,4% milli ársfjórðunga

Regluleg laun voru að meðaltali 2,4% hærri á fyrsta ársfjórðungi 2013 en í ársfjórðungnum á undan. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 5,3% að meðaltali, hækkunin var 5,8% á almennum vinnumarkaði og 4,1% hjá opinberum starfsmönnum.

Viðskipti innlent

Beðið aðgerða áður en eignir eru seldar

Lögmaður og fasteignasali segir lög tryggja að réttur til lánaleiðréttingar tapist ekki tapast þótt eign sé seld eða lán gert upp. Kallar um leið eftir að stjórnvöld skýri réttarstöðu fólks. Fasteignamarkaður mallar meðan fólk bíður aðgerða.

Viðskipti innlent

IFS greining spáir óbreyttum stýrivöxtum

IFS greining telur að Seðlabankinn haldi vöxtum bankans óbreyttum í júní en lítið hefur breyst frá síðasta stýrivaxtafundi þann 15. maí. Gengið hefur haldist stöðugt og verðbólga s.l. tólf mánuði haldist óbreytt milli mánaða og í takti við væntingar Seðlabankans.

Viðskipti innlent