Beðið aðgerða áður en eignir eru seldar Óli Kristján Ármannsson skrifar skrifar 7. júní 2013 07:00 Í nýrri úttekt hagfræðideildar Landsbankans kemur fram að lítil merki séu um að breytinga sé að vænta á fasteignamarkaði. Miklar sveiflur séu í sölu fasteigna, en frá áramótum sé lítil breyting frá því í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Óhætt er að skipta um húsnæði og gera upp lán án þess að nokkur réttur tapist komi til endurskoðunar eða leiðréttingar á verðtryggðum lánum. Þetta segir Kristján Baldursson, lögmaður og eigandi fasteignasölunnar Trausta. Ládeyðu á fasteignamarkaði segir Kristján að stórum hluta megi rekja til þess að fólk haldi að sér höndum vegna óvissu um væntanlegar leiðréttingaraðgerðir nýrrar ríkisstjórnar. „Markaðurinn er náttúrlega ekki djúpfrystur eins og hann var eftir hrunið,“ segir Kristján, en bætir um leið við að hann sé mikið spurður út í mögulegar leiðréttingaraðgerðir og áhrif þeirra. „Fólk er að spá í hvort það eigi að setja eign í sölu eða hvort það eigi að bíða. Og þeir heyrir maður þetta gjarnan: Ég ætla að bíða og sjá hvað Sigmundur Davíð ætlar að gera við lánin.“ Fólk segist þá gjarnan ætla að bíða fram á næsta haust, eða vetur. „Það er bara staðreynd að þetta stoppar mjög marga, sem af einhverjum ástæðum þurfa að skipta um húsnæði, í því að setja á sölu og kaupa sér nýtt.“ Kristján segir hins vegar að fólk eigi óhrætt að geta selt og keypt fasteignir án þess að tapa á því nokkrum rétti.Í grein sem hann skrifar og birtist á Vísi í dag bendir Kristján á að ákvæði í 18. grein laga um vexti og verðtryggingu tryggi að leiðrétting eigi að lenda á réttum stað. „Komi til leiðréttingar er varðar upphæð höfuðstóls, eða greiðsluleiðréttingar fyrir tímabilið fyrir skuldaraskipti, kæmi leiðréttingin alltaf í hlut þess aðila er var skráður skuldari á þeim tíma,“ segir Kristján. Yrði farin önnur leið en að verðtryggð lán væru dæmd ólögmæt, þá þyrfti að setja sérlög um framkvæmd leiðréttingar. „Þá mætti með lögjöfnun beita lagareglunni í lögum um vexti og verðtryggingu um þá framkvæmd.“ Í grein sinni kallar Kristján þó líka eftir að stjórnvöld kynni landsmönnum betur réttarstöðu sína til þess að forða því að fasteignamarkaður lendi aftur í frosti. Í úttekt sem hagfræðideild Landsbankans birti um fasteignamarkaðinn í gær segir að lítil merki séu um breytingar á honum á næstunni. Frá áramótum hafi að meðaltali verið seldar 106 eignir á viku, lítillega meira en á sama tíma þegar seldar voru 102 eignir. Veltan á fasteignamarkaði sé hins vegar mjög sveiflukennd þar skiptist á góðar vikur og slæmar. „Í góðum vikum koma fréttir um mikið fjör á markaðnum, en sveiflur eru miklar og minna látið af lítilli veltu,“ segir í umfjölluninni. Tengdar fréttir Framsókn og fasteignamarkaðurinn Framsóknarflokkurinn skaust nýverið upp á stjörnuhimininn með loforði sínu um endurútreikning verðtryggðra húsnæðislána. Væntingastuðullinn hjá þjóðinni er gríðarhár og fólk bíður í ofvæni eftir að fá tékka inn um lúguna hjá sér. Ljóst er að ef væntingar fólks ganga eftir á það eftir að hafa góð áhrif á samfélagið. 7. júní 2013 08:44 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Óhætt er að skipta um húsnæði og gera upp lán án þess að nokkur réttur tapist komi til endurskoðunar eða leiðréttingar á verðtryggðum lánum. Þetta segir Kristján Baldursson, lögmaður og eigandi fasteignasölunnar Trausta. Ládeyðu á fasteignamarkaði segir Kristján að stórum hluta megi rekja til þess að fólk haldi að sér höndum vegna óvissu um væntanlegar leiðréttingaraðgerðir nýrrar ríkisstjórnar. „Markaðurinn er náttúrlega ekki djúpfrystur eins og hann var eftir hrunið,“ segir Kristján, en bætir um leið við að hann sé mikið spurður út í mögulegar leiðréttingaraðgerðir og áhrif þeirra. „Fólk er að spá í hvort það eigi að setja eign í sölu eða hvort það eigi að bíða. Og þeir heyrir maður þetta gjarnan: Ég ætla að bíða og sjá hvað Sigmundur Davíð ætlar að gera við lánin.“ Fólk segist þá gjarnan ætla að bíða fram á næsta haust, eða vetur. „Það er bara staðreynd að þetta stoppar mjög marga, sem af einhverjum ástæðum þurfa að skipta um húsnæði, í því að setja á sölu og kaupa sér nýtt.“ Kristján segir hins vegar að fólk eigi óhrætt að geta selt og keypt fasteignir án þess að tapa á því nokkrum rétti.Í grein sem hann skrifar og birtist á Vísi í dag bendir Kristján á að ákvæði í 18. grein laga um vexti og verðtryggingu tryggi að leiðrétting eigi að lenda á réttum stað. „Komi til leiðréttingar er varðar upphæð höfuðstóls, eða greiðsluleiðréttingar fyrir tímabilið fyrir skuldaraskipti, kæmi leiðréttingin alltaf í hlut þess aðila er var skráður skuldari á þeim tíma,“ segir Kristján. Yrði farin önnur leið en að verðtryggð lán væru dæmd ólögmæt, þá þyrfti að setja sérlög um framkvæmd leiðréttingar. „Þá mætti með lögjöfnun beita lagareglunni í lögum um vexti og verðtryggingu um þá framkvæmd.“ Í grein sinni kallar Kristján þó líka eftir að stjórnvöld kynni landsmönnum betur réttarstöðu sína til þess að forða því að fasteignamarkaður lendi aftur í frosti. Í úttekt sem hagfræðideild Landsbankans birti um fasteignamarkaðinn í gær segir að lítil merki séu um breytingar á honum á næstunni. Frá áramótum hafi að meðaltali verið seldar 106 eignir á viku, lítillega meira en á sama tíma þegar seldar voru 102 eignir. Veltan á fasteignamarkaði sé hins vegar mjög sveiflukennd þar skiptist á góðar vikur og slæmar. „Í góðum vikum koma fréttir um mikið fjör á markaðnum, en sveiflur eru miklar og minna látið af lítilli veltu,“ segir í umfjölluninni.
Tengdar fréttir Framsókn og fasteignamarkaðurinn Framsóknarflokkurinn skaust nýverið upp á stjörnuhimininn með loforði sínu um endurútreikning verðtryggðra húsnæðislána. Væntingastuðullinn hjá þjóðinni er gríðarhár og fólk bíður í ofvæni eftir að fá tékka inn um lúguna hjá sér. Ljóst er að ef væntingar fólks ganga eftir á það eftir að hafa góð áhrif á samfélagið. 7. júní 2013 08:44 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Framsókn og fasteignamarkaðurinn Framsóknarflokkurinn skaust nýverið upp á stjörnuhimininn með loforði sínu um endurútreikning verðtryggðra húsnæðislána. Væntingastuðullinn hjá þjóðinni er gríðarhár og fólk bíður í ofvæni eftir að fá tékka inn um lúguna hjá sér. Ljóst er að ef væntingar fólks ganga eftir á það eftir að hafa góð áhrif á samfélagið. 7. júní 2013 08:44