Aukinn kvóti skapar nær 16 milljarða í útflutningsverðmætum 7. júní 2013 10:15 Sá aukni kvóti sem Hafrannsóknarstofnun leggur til í mörgum af nytjastofnum okkar skapar 15 til 16 milljarða kr. í auknum útflutningsverðmætum. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka sem hefur upphæðina eftir upplýsingum frá LÍÚ. Upphæðin nemur hátt í prósentustigi í aukinni landsframleiðslu. Hér munar mest um 20 þúsunda tonna aukinn þorskkvóta en sú aukning ein og sér mun auka landsframleiðsluna um ríflega 0,3 prósentur varlega áætlað eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Að mati Hafró hefur bæði viðmiðunarstofn og hrygningarstofn þorsks vaxið hratt á undanförnum árum og er hrygningarstofninn nú þrefalt stærri en þegar hann var í lágmarki á árunum 1992 til 1994. Einnig er viðmiðunarstofninn stærri en hann hefur verið undanfarna þrjá áratugi, að því er segir í Morgunkorninu. „Segir stofnunin að þar sem nýliðun á undangengnum áratug hafi verið nokkuð undir meðallagi þá er stækkun stofnsins á undanförnum árum afleiðing minni sóknar. Að mati Hafró eru horfur á að stofninn haldi áfram að styrkjast ef nýting hans verður með sama hætti, og telur Hafró líkur á að hægt verði að auka þorskaflann í 250 þús. tonn á komandi árum, að því tilskyldu að aflareglunni verði fylgt. Ljóst er að þessi aflaaukning í þorski verður kærkomin búbót fyrir hagkerfið ef af henni verður,“ segir í Morgunkorninu „Í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar segir að margir af okkar nytjastofnum séu í ágætu jafnvægi og nýting þeirra sé hófleg. Breytingar í stofnstærð og ráðgjöf markast því gjarnan af breytilegri nýliðun stofnanna. Þannig virðist t.d. gullkarfastofninn vera í góðum vexti vegna bættrar nýliðunar og jafnframt eru merki um að nýliðun í ufsastofni sé um eða yfir meðallagi. Ráðleggur stofnunin aukinn kvóta í báðum tegundum. Þá virðist íslenski sumargotssíldarstofninn vera að styrkjast. Samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ gæti útflutningsverðmæti aukist um 15-16 milljarða kr. á næsta fiskveiðiári vegna þeirrar aukningar sem Hafrannsóknarstofnun leggur til í helstu íslenskum stofnum.“ Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Sá aukni kvóti sem Hafrannsóknarstofnun leggur til í mörgum af nytjastofnum okkar skapar 15 til 16 milljarða kr. í auknum útflutningsverðmætum. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka sem hefur upphæðina eftir upplýsingum frá LÍÚ. Upphæðin nemur hátt í prósentustigi í aukinni landsframleiðslu. Hér munar mest um 20 þúsunda tonna aukinn þorskkvóta en sú aukning ein og sér mun auka landsframleiðsluna um ríflega 0,3 prósentur varlega áætlað eins og kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Að mati Hafró hefur bæði viðmiðunarstofn og hrygningarstofn þorsks vaxið hratt á undanförnum árum og er hrygningarstofninn nú þrefalt stærri en þegar hann var í lágmarki á árunum 1992 til 1994. Einnig er viðmiðunarstofninn stærri en hann hefur verið undanfarna þrjá áratugi, að því er segir í Morgunkorninu. „Segir stofnunin að þar sem nýliðun á undangengnum áratug hafi verið nokkuð undir meðallagi þá er stækkun stofnsins á undanförnum árum afleiðing minni sóknar. Að mati Hafró eru horfur á að stofninn haldi áfram að styrkjast ef nýting hans verður með sama hætti, og telur Hafró líkur á að hægt verði að auka þorskaflann í 250 þús. tonn á komandi árum, að því tilskyldu að aflareglunni verði fylgt. Ljóst er að þessi aflaaukning í þorski verður kærkomin búbót fyrir hagkerfið ef af henni verður,“ segir í Morgunkorninu „Í skýrslu Hafrannsóknarstofnunar segir að margir af okkar nytjastofnum séu í ágætu jafnvægi og nýting þeirra sé hófleg. Breytingar í stofnstærð og ráðgjöf markast því gjarnan af breytilegri nýliðun stofnanna. Þannig virðist t.d. gullkarfastofninn vera í góðum vexti vegna bættrar nýliðunar og jafnframt eru merki um að nýliðun í ufsastofni sé um eða yfir meðallagi. Ráðleggur stofnunin aukinn kvóta í báðum tegundum. Þá virðist íslenski sumargotssíldarstofninn vera að styrkjast. Samkvæmt upplýsingum frá LÍÚ gæti útflutningsverðmæti aukist um 15-16 milljarða kr. á næsta fiskveiðiári vegna þeirrar aukningar sem Hafrannsóknarstofnun leggur til í helstu íslenskum stofnum.“
Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira