Viðskipti innlent

Velta tæknifyrirtækja í sjávarklasanum 66 milljarðar

Velta tæknifyrirtækja í sjávarklasanum nam tæpum 66 milljörðum í fyrra og jókst um 13% frá 2011 samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar Íslenska sjávarklasans.

Í tilkynningu segir að fyrirtækin, sem um ræðir, hanna,  þróa og framleiða veiðarfæri, kör, umbúðir, vélbúnað eða hugbúnað fyrir sjávarútveg og selja vörur  sínar undir eigin vörumerki en í dag tilheyra um 70 fyrirtæki þessum hópi.

Tæknigeirinn í sjávarklasanum vex umfram sjávarútveg og fiskeldi, umfram fiskvinnslu og umfram þjóðarframleiðslu. Þessi fyrirtæki  þarf að fóstra og mikilvægt er að þau geti sótt fjármagn sem gerir þeim kleift að markaðssetja sig  alþjóðlega. Með tilliti til þess mikla vaxtar sem tæknifyrirtæki sjávarklasans hafa sýnt má ætla að  aukin fjárfesting í þessum fyrirtækjum geti haft mjög jákvæð áhrif á íslenskt atvinnu- og efnahagslíf.

Þetta kemur fram í nýrri greiningu sjávarklasans sem finna má hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×