Viðskipti innlent

Bréf Vodafone enn að lækka

Magnús Þorlákur Lúðvíksson skrifar

Hlutabréfaverð Vodafone lækkaði enn í gær og stóð í 27,5 krónum á hlut við lokun. Verðið hefur lækkað um 21% frá því að það fór hæst í lok mars.

Vodafone birti í síðustu viku uppgjör vegna fyrsta ársfjórðungs sem fór mjög illa í fjárfesta. Lækkaði hlutabréfaverð félagsins daginn eftir birtingu uppgjörsins um 7,69% og hefur haldið áfram að falla síðan.

Eins og áður sagði var hlutabréfaverðið 27,5 krónur á hlut við lokun í gær sem er lægra verð en fékkst í útboðinu við skráningu félagsins á markað í desember. Það var 31,5 króna á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×