Viðskipti

Lánsveðshópur enn látinn bíða

Viljayfirlýsing um aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila með lánsveð til íbúðarkaupa verður ekki afgreidd á sumarþingi. Fjármálaráðherra segir að ekki sé fjárheimild fyrir málinu. Forsvarsmaður lánsveðshópsins segir hópinn svikinn ef málið verður ekki afgreitt á þessu ári.

Viðskipti innlent

Vísitala neysluverð hækkaði

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní 2013 er 413,5 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,53% frá fyrra mánuði samkvæmt upplýsingum sem finna má á heimasíðu Hagstofunnar. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 393,6 stig og hækkaði um 0,59% frá maí.

Viðskipti innlent

"Gamli" Magic kominn aftur

"Það var bara eftirspurn eftir því að fá gamla bragið til baka, nýja bragðið gekk ekki upp“ segir Stefán Magnússon, markaðsstjóri Vífilfells, sem framleiðir orkudrykkinn Magic.

Viðskipti innlent

Úr endurreisn í uppbyggingu

Með nýjustu arðgreiðslu sinni hefur Framtakssjóður Íslands frá stofnun greitt út til eigenda sinna, 16 lífeyrissjóða auk Landsbankans og VÍS, 17,3 milljarða króna. Hluthafafundur sjóðsins samþykkti á þriðjudag arðgreiðslu upp á 5,6 milljarða króna. Kaflaskipti eru fram undan hjá sjóðnum. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnarformaður hans, segir nú komið að því að byggja upp til framtíðar. Sjóðir á borð við Framtakssjóðinn geti liðsinnt við að afla erlendra fjárfesta, auka trúverðugleika.

Viðskipti innlent

Ísland telst enn til velferðarríkja

Landsframleiðsla á mann hér á landi, leiðrétt fyrir kaupmætti í hverju landi fyrir sig, var 12 prósent yfir meðaltali landa í Evrópusambandinu á síðastliðnu ári. Þetta kemur fram í nýlega birtum tölum frá hagstofu Evrópusambandsins.

Viðskipti erlent

iPhone 5 hægvirkastur

iPhone 5 er hægasti snjallsíminn á markaðnum samkvæmt neytendakönnun bresku neytendasamtakanna Which? Síminn hafnaði í sjöunda sæti af sjö mögulegum í könnuninni sem gerð var á vinsælustu snjallsímunum í Bretlandi.

Viðskipti erlent