Lánsveðshópur enn látinn bíða Lovísa Eiríksdóttir skrifar 28. júní 2013 10:15 Um 2.000 heimili sem fengu lánsveð til íbúðakaupa á árunum 2004-2008 bíða nú enn eftir því að fá úrlausn sinna mála. Flest er þetta ungt fólk með stækkandi fjölskyldur sem situr fast í of lítilli íbúð. fréttablaðið/Vilhelm Samkvæmt viljayfirlýsingu á milli fyrrverandi ríkisstjórnar og Landssamtaka lífeyrissjóða, sem undirrituð var í apríl síðastliðnum, á að vinna að framgangi aðgerða í þágu yfirveðsettra heimila að meðtöldum lánsveðum. Þessi svokallaði lánsveðshópur skuldar umfram 110 prósent af verðmæti fasteignar sinnar að meðtöldum skuldum, sem tryggðar eru með veði í fasteign í eigu þriðja aðila, og féll því ekki undir 110 prósent leiðina svokölluðu. Samkvæmt yfirlýsingunni átti að færa eftirstöðvar húsnæðislána þessa hóps niður að 110 prósentum af verðmæti eignar og þar með koma til móts við hópinn, sambærilegt því sem gert var fyrir þá sem féllu undir 110 prósent leiðina. Áætlað var að aðgerðin tæki til um 2.000 heimila og að heildarniðurfærslan myndi nema þremur milljörðum króna. Aðgerðirnar eru þó ekki á dagskrá sumarþingsins en nauðsynlegt er að heimild verði gefin í fjárlögum til þess að framkvæmd geti hafist. Ráðgert var að skuldaaðlögunin kæmi til framkvæmda fyrir lok þessa árs.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vantar fjárheimild Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ekki sé fjárheimild fyrir þessu einstaka máli. „Við vorum upplýst um að þáverandi ríkisstjórn ætlaði að undirgangast þessa viljayfirlýsingu en við afþökkuðum að vera aðilar að henni meðal annars vegna þess að við vonuðumst til að lífeyrissjóðirnir hefðu meira fram að færa heldur en kveður á um í viljayfirlýsingunni,“ segir Bjarni. Hann bætir við að þó þurfi að finna lausn á vanda þessa hóps. „Við viljum gera lánsveðshópinn jafnsettan öðrum sem fá úrlausn sinna mála en gallinn við yfirlýsinguna er að hvergi er gert ráð fyrir fjármunum í þetta verkefni,“ segir Bjarni og ítrekar að ekki sé komin lausn á því hvernig bregðast eigi við skuldavandanum. „Þessi yfirlýsing var gerð af þáverandi ríkisstjórn, fjórum dögum fyrir kosningar, sem tapaði svo umboði sínu eftir kosningar.“ „Nú er það okkar verkefni að að finna fé til að leysa vandamál þessa hóps en við erum á sama tíma að leita úrlausnar annarra mála.“Sverrir Bollason forsvarsmaður lánsveðshópsins.Skilin eftir í kuldanum Sverrir Bollason, forsvarsmaður lánsveðshópsins, segist ekki skilja af hverju þetta mál sé ekki á dagskrá. „Það var kveðið á um að forgangsverkefni þessarar ríkisstjórnar væri að taka á skuldavanda heimilanna, hér er tilbúið mál fyrir hóp þar sem pólitísk samstaða er um að þurfi sértækar úrlausnir og því ætti málið að vera afgreitt strax,“ segir Sverrir og bætir við að fólk sé búið að bíða of lengi eftir úrlausn. „Þetta er mjög íþyngjandi fyrir þennan hóp sem skilinn var eftir í kuldanum. Þetta eru mest allt stækkandi fjölskyldur sem fastar eru í of litlu húsnæði og svo foreldrar þeirra sem eru með skuldir barna sinna fastar á eigin íbúðum.“ „Mér þykir ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli ekki að fara í þær aðgerðir sem búið er að undirbúa,“ segir Sverrir og telur að verði ekki farið í sértækar aðgerðir fyrir lánsveðshópinn á þessu ári sé verið að svíkja hópinn og teyma hann á asnaeyrunum. Sverrir ítrekar að lausnin sé komin en að ekki virðist vilji til að afgreiða málið.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.Ágreiningur um lausn Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tekur undir að það þurfi að taka á vanda þessa hóps hratt og örugglega en telur að lausnin sem kveðið er á um í viljayfirlýsingunni sé ekki varanleg. „Mikilvægt er að farið sé í sérstakar aðgerðir fyrir þennan hóp, samhliða almennum aðgerðum, en lausnin er ekki varanleg ef hún skilur þetta fólk eftir yfirskuldsett umfram verðmæti eigna sinna,“ segir Eygló.Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóðanna.Í yfirlýsingunni er gengið út frá því að hlutur lífeyrissjóða svari til 12 prósenta af heildarkostnaði og að ríkisvaldið tryggi greiðslu á 88 prósentum þeirrar niðurfærslu sem um ræðir. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða, segir að viljayfirlýsingin sé skýr af þeirra hálfu. „Það er grundvallaratriði að málið fari í gegnum þingið áður en við gerum nokkuð,“ segir Þórey, en lífeyrissjóðirnir áttu að annast framkvæmd skuldaaðlögunarinnar. „Núverandi stjórnvöld lýstu sig ekki andsnúin þessari yfirlýsingu þegar skrifað var undir og gættum við þess að það yrði tryggt,“ segir Þórey og bætir við að boltinn sé alfarið hjá stjórnvöldum. Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Samkvæmt viljayfirlýsingu á milli fyrrverandi ríkisstjórnar og Landssamtaka lífeyrissjóða, sem undirrituð var í apríl síðastliðnum, á að vinna að framgangi aðgerða í þágu yfirveðsettra heimila að meðtöldum lánsveðum. Þessi svokallaði lánsveðshópur skuldar umfram 110 prósent af verðmæti fasteignar sinnar að meðtöldum skuldum, sem tryggðar eru með veði í fasteign í eigu þriðja aðila, og féll því ekki undir 110 prósent leiðina svokölluðu. Samkvæmt yfirlýsingunni átti að færa eftirstöðvar húsnæðislána þessa hóps niður að 110 prósentum af verðmæti eignar og þar með koma til móts við hópinn, sambærilegt því sem gert var fyrir þá sem féllu undir 110 prósent leiðina. Áætlað var að aðgerðin tæki til um 2.000 heimila og að heildarniðurfærslan myndi nema þremur milljörðum króna. Aðgerðirnar eru þó ekki á dagskrá sumarþingsins en nauðsynlegt er að heimild verði gefin í fjárlögum til þess að framkvæmd geti hafist. Ráðgert var að skuldaaðlögunin kæmi til framkvæmda fyrir lok þessa árs.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.Vantar fjárheimild Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ekki sé fjárheimild fyrir þessu einstaka máli. „Við vorum upplýst um að þáverandi ríkisstjórn ætlaði að undirgangast þessa viljayfirlýsingu en við afþökkuðum að vera aðilar að henni meðal annars vegna þess að við vonuðumst til að lífeyrissjóðirnir hefðu meira fram að færa heldur en kveður á um í viljayfirlýsingunni,“ segir Bjarni. Hann bætir við að þó þurfi að finna lausn á vanda þessa hóps. „Við viljum gera lánsveðshópinn jafnsettan öðrum sem fá úrlausn sinna mála en gallinn við yfirlýsinguna er að hvergi er gert ráð fyrir fjármunum í þetta verkefni,“ segir Bjarni og ítrekar að ekki sé komin lausn á því hvernig bregðast eigi við skuldavandanum. „Þessi yfirlýsing var gerð af þáverandi ríkisstjórn, fjórum dögum fyrir kosningar, sem tapaði svo umboði sínu eftir kosningar.“ „Nú er það okkar verkefni að að finna fé til að leysa vandamál þessa hóps en við erum á sama tíma að leita úrlausnar annarra mála.“Sverrir Bollason forsvarsmaður lánsveðshópsins.Skilin eftir í kuldanum Sverrir Bollason, forsvarsmaður lánsveðshópsins, segist ekki skilja af hverju þetta mál sé ekki á dagskrá. „Það var kveðið á um að forgangsverkefni þessarar ríkisstjórnar væri að taka á skuldavanda heimilanna, hér er tilbúið mál fyrir hóp þar sem pólitísk samstaða er um að þurfi sértækar úrlausnir og því ætti málið að vera afgreitt strax,“ segir Sverrir og bætir við að fólk sé búið að bíða of lengi eftir úrlausn. „Þetta er mjög íþyngjandi fyrir þennan hóp sem skilinn var eftir í kuldanum. Þetta eru mest allt stækkandi fjölskyldur sem fastar eru í of litlu húsnæði og svo foreldrar þeirra sem eru með skuldir barna sinna fastar á eigin íbúðum.“ „Mér þykir ótrúlegt að ríkisstjórnin ætli ekki að fara í þær aðgerðir sem búið er að undirbúa,“ segir Sverrir og telur að verði ekki farið í sértækar aðgerðir fyrir lánsveðshópinn á þessu ári sé verið að svíkja hópinn og teyma hann á asnaeyrunum. Sverrir ítrekar að lausnin sé komin en að ekki virðist vilji til að afgreiða málið.Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra.Ágreiningur um lausn Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra tekur undir að það þurfi að taka á vanda þessa hóps hratt og örugglega en telur að lausnin sem kveðið er á um í viljayfirlýsingunni sé ekki varanleg. „Mikilvægt er að farið sé í sérstakar aðgerðir fyrir þennan hóp, samhliða almennum aðgerðum, en lausnin er ekki varanleg ef hún skilur þetta fólk eftir yfirskuldsett umfram verðmæti eigna sinna,“ segir Eygló.Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóðanna.Í yfirlýsingunni er gengið út frá því að hlutur lífeyrissjóða svari til 12 prósenta af heildarkostnaði og að ríkisvaldið tryggi greiðslu á 88 prósentum þeirrar niðurfærslu sem um ræðir. Þórey Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landsamtaka lífeyrissjóða, segir að viljayfirlýsingin sé skýr af þeirra hálfu. „Það er grundvallaratriði að málið fari í gegnum þingið áður en við gerum nokkuð,“ segir Þórey, en lífeyrissjóðirnir áttu að annast framkvæmd skuldaaðlögunarinnar. „Núverandi stjórnvöld lýstu sig ekki andsnúin þessari yfirlýsingu þegar skrifað var undir og gættum við þess að það yrði tryggt,“ segir Þórey og bætir við að boltinn sé alfarið hjá stjórnvöldum.
Mest lesið Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira