Viðskipti innlent

Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja

Kristján Már Unnarsson skrifar

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. Ráðgjafahópur stjórnvalda leggur til frekari rannsóknir á arðsemi strengs og að viðræður hefjist við Breta um málið.

Forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir í fyrra að lagning sæstrengs gæti verið eitt stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar stæðu frammi fyrir. Það er fyrst og fremst lagning strengs milli Íslands og Bretlands sem fimmtán manna ráðgjafarhópur á vegum iðnaðarráðherra hefur nú skoðað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir í fréttum Stöðvar 2 að nú verði farið yfir efni skýrslu hópsins og framhaldið síðan ákveðið.

Kjarninn í samhljóða ályktun ráðgjafahópsins er að, þótt vísbendingar séu um að strengur gæti orðið arðbær, þyrfti að afla frekari upplýsinga til að fá úr því skorið. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir raunar óljóst hvort þjóðhagslegur ábati af sölu raforku um sæstreng sé meiri eða minni en sölu til stóriðju, og segir frekari rannsóknir nauðsynlegar.

Ráðgjafahópurinn leggur til að viðræður hefjist við bresk stjórnvöld og þarlend orku- og dreififyrirtæki um fyrirkomulag eignarhalds á strengnum og um verðlagningu orkunnar og segir Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafahópsins, að þessir tveir þættir séu forsenda þess að vinna nákvæmara arðsemismat.

Í skýrslunni eru einnig reifaðar áhyggjur vegna umhverfisáhrifa, eins og að strengur kalli á fleiri virkjanir. Gunnar segir að þótt virkja þurfi meira sé það ekki mikið í stóra samhenginu, því meginhluti orku fyrir sæstrenginn muni koma vegna betri nýtingar umframorku og vegna aflstækkunar í virkjunum.

Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, þykir mest um vert að ráðgjafahópur fulltrúa allra þingflokka, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins, orkufyrirtækja og náttúruverndarsamtaka skuli vera sammála um að halda áfram að skoða málið. Það sé mjög ánægjulegt enda afar mikilvægt að um svo flókið mál ríki breið sátt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.