Óljóst hvort sæstrengur sé arðbærari en stóriðja Kristján Már Unnarsson skrifar 26. júní 2013 19:10 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. Ráðgjafahópur stjórnvalda leggur til frekari rannsóknir á arðsemi strengs og að viðræður hefjist við Breta um málið. Forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir í fyrra að lagning sæstrengs gæti verið eitt stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar stæðu frammi fyrir. Það er fyrst og fremst lagning strengs milli Íslands og Bretlands sem fimmtán manna ráðgjafarhópur á vegum iðnaðarráðherra hefur nú skoðað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir í fréttum Stöðvar 2 að nú verði farið yfir efni skýrslu hópsins og framhaldið síðan ákveðið. Kjarninn í samhljóða ályktun ráðgjafahópsins er að, þótt vísbendingar séu um að strengur gæti orðið arðbær, þyrfti að afla frekari upplýsinga til að fá úr því skorið. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir raunar óljóst hvort þjóðhagslegur ábati af sölu raforku um sæstreng sé meiri eða minni en sölu til stóriðju, og segir frekari rannsóknir nauðsynlegar. Ráðgjafahópurinn leggur til að viðræður hefjist við bresk stjórnvöld og þarlend orku- og dreififyrirtæki um fyrirkomulag eignarhalds á strengnum og um verðlagningu orkunnar og segir Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafahópsins, að þessir tveir þættir séu forsenda þess að vinna nákvæmara arðsemismat. Í skýrslunni eru einnig reifaðar áhyggjur vegna umhverfisáhrifa, eins og að strengur kalli á fleiri virkjanir. Gunnar segir að þótt virkja þurfi meira sé það ekki mikið í stóra samhenginu, því meginhluti orku fyrir sæstrenginn muni koma vegna betri nýtingar umframorku og vegna aflstækkunar í virkjunum. Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, þykir mest um vert að ráðgjafahópur fulltrúa allra þingflokka, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins, orkufyrirtækja og náttúruverndarsamtaka skuli vera sammála um að halda áfram að skoða málið. Það sé mjög ánægjulegt enda afar mikilvægt að um svo flókið mál ríki breið sátt. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands telur óljóst hvort þjóðhagslegur ábati sé meiri af sölu raforku um sæstreng en til stóriðju. Ráðgjafahópur stjórnvalda leggur til frekari rannsóknir á arðsemi strengs og að viðræður hefjist við Breta um málið. Forstjóri Landsvirkjunar lýsti því yfir í fyrra að lagning sæstrengs gæti verið eitt stærsta viðskiptatækifæri sem Íslendingar stæðu frammi fyrir. Það er fyrst og fremst lagning strengs milli Íslands og Bretlands sem fimmtán manna ráðgjafarhópur á vegum iðnaðarráðherra hefur nú skoðað. Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra segir í fréttum Stöðvar 2 að nú verði farið yfir efni skýrslu hópsins og framhaldið síðan ákveðið. Kjarninn í samhljóða ályktun ráðgjafahópsins er að, þótt vísbendingar séu um að strengur gæti orðið arðbær, þyrfti að afla frekari upplýsinga til að fá úr því skorið. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands segir raunar óljóst hvort þjóðhagslegur ábati af sölu raforku um sæstreng sé meiri eða minni en sölu til stóriðju, og segir frekari rannsóknir nauðsynlegar. Ráðgjafahópurinn leggur til að viðræður hefjist við bresk stjórnvöld og þarlend orku- og dreififyrirtæki um fyrirkomulag eignarhalds á strengnum og um verðlagningu orkunnar og segir Gunnar Tryggvason, formaður ráðgjafahópsins, að þessir tveir þættir séu forsenda þess að vinna nákvæmara arðsemismat. Í skýrslunni eru einnig reifaðar áhyggjur vegna umhverfisáhrifa, eins og að strengur kalli á fleiri virkjanir. Gunnar segir að þótt virkja þurfi meira sé það ekki mikið í stóra samhenginu, því meginhluti orku fyrir sæstrenginn muni koma vegna betri nýtingar umframorku og vegna aflstækkunar í virkjunum. Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, þykir mest um vert að ráðgjafahópur fulltrúa allra þingflokka, sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins, orkufyrirtækja og náttúruverndarsamtaka skuli vera sammála um að halda áfram að skoða málið. Það sé mjög ánægjulegt enda afar mikilvægt að um svo flókið mál ríki breið sátt.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Fleiri fréttir Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Sjá meira