Viðskipti innlent

Tekjuháir panta sér frekar pizzu

Þeir sem eru með 600 til 799 þúsund í heimilistekjur kaupa sér frekar pizzu en þeir sem eru með lægri tekjur. Þá eru stuðningsmenn Vinstri Grænna einnig sólgnir í pizzu.

Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR. Af þeim sem tóku afstöðu í könnuninni sögðu 42,5 prósent oftast kaupa sér pizzu þegar skyndibitamatur væri keyptur. Um 20 prósent sögðust oftast kaupa hamborgara, um 9 prósent sögðust oftast kaupa Thailenskan, Ind- eða Kínverskan mat. Um 6 prósent sögðust oftast kaupa Sushi og um 11 prósent sögðust ekki kaupa skyndibitamat.

Karlar eru mun líklegri til að velja hamborgara heldur en konur þegar að þeir fá sér skyndibita. Konur eru aftur á móti líklegri til að fá sér sushi en karlar.

Þeir sem styðja ríkisstjórnina eru líklegri til þess að fá sér pizzu heldur en þeir sem ekki styðja ríkisstjórnina. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu ríkisstjórnina sögðust 45,0% oftast kaupa sér pizzu, borið saman 39,6% þeirra sem ekki studdu ríkisstjórnina.

Þeir sem ekki studdu ríkisstjórnina voru líklegri til að kaupa sér sushi en þeir sem studdu ríkisstjórnina. Af þeim sem tóku afstöðu og studdu ekki ríkisstjórnina sögðust 7,1% oftast fá sér sushi, borið saman við 3,8% þeirra sem studdu ríkisstjórnina.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×