LAN-skattur kynntur til sögunnar í Svíþjóð Jóhannes Stefánsson skrifar 27. júní 2013 10:56 Sænskir tölvuleikjaunnendur munu nú þurfa að sæta skattlagningu á LAN-mótum. AFP Sænskir tölvuleikjaspilarar þurfa nú að kaupa leyfi af hinu opinbera fyrir allt að 600.000,- kr. til að fá að tengja tölvur sínar saman á svokölluðu LAN-móti. Þetta varð niðurstaða „happdrættisstofu" Svía við túlkun á löggjöf um spilakassa sem sett var í fyrra af stjórnvöldum. Happdrættisstofan lítur svo á að tölvur sem notaðar eru til að spila tölvuleiki falli undir löggjöfina. „Samkvæmt lögunum eru þetta spilakassar, það er enginn munur þarna á," sagði Johann Röhr í samtali við tölvuleikjatímaritið T3. Tölvur sem eru tengdar saman í öðrum tilgangi en að spila tölvuleiki munu ekki þurfa að kaupa leyfi. Til viðbótar leyfinu getur þurft að kaupa skoðunargjald ákveði happdrættisstofan sænska að vera með eftirlit með LAN-mótinu Tölvuleikjaiðnaður Svía, sem hýsa stærsta LAN-mót í heimi á ári hverju, mun líkast til bíða mikinn skaða vegna þessa.Ósáttir við gjaldið„Þeir jafna mótunum okkar við það að þú sért á pöbb í spilakassa. Auðvitað erum við brjálaðir," sagði Erik de Basso, fjárhaldsmaður LAN-mótsins Inferno Online. Hann er mjög gagnrýninn á hinn nýja skatt sem mun kosta fyrirtæki hans jafnvirði þúsunda dollara árlega. Happdrættisstofan hefur nú tilkynnt öllum fyrirtækjum sem skipuleggja LAN-mót að þau þurfa nú að sækja um leyfi hjá stofunni til að fá að halda þau. Enn sem komið er munu einstaklingar sem hittast á litlum LAN-mótum ekki þurfa að sækja um leyfið. Nánar er sagt frá málinu á FriaTiden.se Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sænskir tölvuleikjaspilarar þurfa nú að kaupa leyfi af hinu opinbera fyrir allt að 600.000,- kr. til að fá að tengja tölvur sínar saman á svokölluðu LAN-móti. Þetta varð niðurstaða „happdrættisstofu" Svía við túlkun á löggjöf um spilakassa sem sett var í fyrra af stjórnvöldum. Happdrættisstofan lítur svo á að tölvur sem notaðar eru til að spila tölvuleiki falli undir löggjöfina. „Samkvæmt lögunum eru þetta spilakassar, það er enginn munur þarna á," sagði Johann Röhr í samtali við tölvuleikjatímaritið T3. Tölvur sem eru tengdar saman í öðrum tilgangi en að spila tölvuleiki munu ekki þurfa að kaupa leyfi. Til viðbótar leyfinu getur þurft að kaupa skoðunargjald ákveði happdrættisstofan sænska að vera með eftirlit með LAN-mótinu Tölvuleikjaiðnaður Svía, sem hýsa stærsta LAN-mót í heimi á ári hverju, mun líkast til bíða mikinn skaða vegna þessa.Ósáttir við gjaldið„Þeir jafna mótunum okkar við það að þú sért á pöbb í spilakassa. Auðvitað erum við brjálaðir," sagði Erik de Basso, fjárhaldsmaður LAN-mótsins Inferno Online. Hann er mjög gagnrýninn á hinn nýja skatt sem mun kosta fyrirtæki hans jafnvirði þúsunda dollara árlega. Happdrættisstofan hefur nú tilkynnt öllum fyrirtækjum sem skipuleggja LAN-mót að þau þurfa nú að sækja um leyfi hjá stofunni til að fá að halda þau. Enn sem komið er munu einstaklingar sem hittast á litlum LAN-mótum ekki þurfa að sækja um leyfið. Nánar er sagt frá málinu á FriaTiden.se
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira