Viðskipti

Hilmari Björnssyni sagt upp

Hilmari Björnssyni, dagskrárstjóra Skjás eins, var sagt upp störfum í gær. Hann hafði verið dagskrárstjóri frá því um mitt ár 2011 og þar áður sjónvarpsstjóri á sjónvarpsstöðinni Sýn og á Stöð 2 Sport.

Viðskipti innlent

Apple sektað

Tæknifyrirtækið Apple hefur verið dæmt til að greiða sekt vegna markaðssamráðs. Fyrirtækið á að hafa haft samráð við bókaútgefendur um verðlagningu á rafbókum.

Viðskipti erlent

Bleikjueldið vex hjá Þingeyingum

Umhverfisstofnun veitti fyrirtækinu Haukamýri í Norðurþingi starfsleyfi fyrir 450 tonna bleikjueldi í gær. Nú þegar framleiðir fyrirtækið 200 tonn árlega. Nær öll framleiðslan er til útflutnings.

Viðskipti innlent

Drómi gæti talist brotlegur

Fjármálaeftirlitið vinnur nú að sérstakri athugun sem snýr að viðskiptaháttum Dróma og hvort félagið brjóti lög með því að krefja lántakendur um mismun á láni sem áður hefur verið endurreiknað.

Viðskipti innlent

Furðuleg íslensk símaauglýsing vekur athygli

"Við gleðjumst yfir þessari velgengni, þetta hefur farið fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Sveinn Tryggvason, rekstrarverkfræðingur og framkvæmdastjóri hjá fyrirtækinu Tæknivörum sem standa að baki Samsung-auglýsingu sem hefur vakið heimsathygli.

Viðskipti innlent

FME skoðar viðskiptahætti Dróma

Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis upplýsir á heimasíðu sinni að Fjármálaeftirlitið vinni nú að sérstakri athugun sem snúi meðal annars að viðskiptaháttum Dróma hf.

Viðskipti innlent

Uppfærslan kostar 2,4 milljarða

Landsvirkjun hefur samið við portúgalska fyrirtækið Efacec Energia um framleiðslu á vélaspennum í Búrfellsvirkjun.Í umfjöllun á fréttavef Electric Light & Power er samningurinn verðmetinn á 19 milljónir Bandaríkjadala, eða sem svarar 2,4 milljörðum króna.

Viðskipti innlent

Lífeyrisjóðirnir hugleiða kaup á Hampiðjureitnum

Nokkrir lífeyrissjóðir kanna nú hvort fýsilegt sé að fjárfesta í leiguíbúðarhúsnæði á Hampiðjureitnum. Um er að ræða 139 íbúðir og hljóðar fjárfestingin upp á 4,3 milljarða króna. Fjármálafyrirtækið Centra hefur gert samning um kaupin og eru bjartsýnirum að lífeyrissjóðirnir eigi eftir að kom með fjármagn inní verkefnið.

Viðskipti innlent

Búið að laga stjórnskipulag Eirar

Í nýrri skýrslu Deloitt um hjúkrunarheimilið Eir eru gerðar alvarlegar athugasemdir við stjórnskipulag og stjórnarhætti Eirar. Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar, segir fátt hafa komið á óvart í þeim ábendingum.

Viðskipti innlent

Rannsókn lögreglu víkkuð út

Í nýrri skýrslu Deloitte eru sagðar líkur á að greiðslur til fyrrverandi stjórnenda Hjúkrunarheimilisins Eirar hafi verið óeðlilegar. Sérstakur saksóknari kallaði í vor eftir frekari gögnum vegna eigin rannsóknar á Eir.

Viðskipti innlent

Arion banki lýkur skuldabréfaútboði

Arion banki hf. lauk í dag útboði á nýjum flokki sértryggðra skuldabréfa, Arion CBI 19. Í heild bárust tilboð upp á 3.720 milljónir kr. og tekið var tilboðum fyrir 3.000 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 2,84%.

Viðskipti innlent