Tæknifyrirtækið Apple hefur verið dæmt til að greiða sekt vegna markaðssamráðs. Fyrirtækið á að hafa haft samráð við bókaútgefendur um verðlagningu á rafbókum.
Bandarískur dómari segir að Apple hafi gerst sekt um að hafa reynt að hefta frjáls viðskipti og verðlagningu og þannig náð að halda uppi verði á rafbókum.
Bókaútgefendurnir sem eiga að hafa tekið þátt í samráðinu eru fimm talsins og hafa þeir allir fallist á að greiða sektir vegna málsins.
Apple sektað
