Viðskipti innlent

Erlendir fjárfestar velkomnir

Fateh Assonane er Alsírbúi sem ferðast hefur víða um heim. Þegar hann var sautján ára tók ævintýraþráin völdin og hann lagði af stað til Evrópu með nesti og nýja skó. Þar ferðaðist hann landa á milli um nokkurt skeið og heimsótti meðal annars Ungverjaland, Spán, Frakkland og Þýskaland.

Viðskipti innlent

Dagur hinna bölsýnu

Heimurinn skiptist í stórum dráttum í bölsýna og bjartsýna. Hinir bjartsýnu sigra venjulega þegar til lengri tíma er litið, enda lífsafstaðan til þess fallin að koma fremur auga á tækifæri en sú afstaða að allt sé á leið til andskotans.

Viðskipti innlent

Mogginn til bjargar bönkum

Það gladdi Aurasálina þegar fréttist að útlensk hagspekifyrirtæki hefðu komist að þeirri niðurstöðu að engin ástæða væri að óttast um íslensku bankana því ríkissjóður stæði svo sterkur á bak við þá. Þessi tíðindi hafa vakið mikla athygli um gjörvallan heim þannig að íslensku bankarnir hafa endurheimt sinn fyrri sess á kostnað matsfyrirtækisins Moody"s.

Viðskipti innlent

Hf. ehf.

HF Eimskipafélagið hefur sameinast dótturfélagi sínu Eimskipafélaginu ehf. Þar með er lokið mikilli hringferð með nafnið á Eimskipafélaginu gamla sem eitt sinn var flaggskip Kauphallar Íslands, þá stærsta félagið í höllinni.

Viðskipti innlent

Leiðandi í lyfjadreifingu

Um síðustu áramót varð innflutnings- og dreifingarfyrirtækið Distica til við skiptingu Vistor hf. í tvö félög. Gylfi Rútsson, framkvæmdastjóri félagsins, sagði Hólmfríði Helgu Sigurðardóttur frá áætlunum um aukna hlutdeild félagsins í dreifingu lyfja og annarrar vöru fyrir heilbrigðisgeirann.

Viðskipti innlent

Mæta eftirspurn með fleiri ferðum

Samskip hafa bætt við tveimur skipum á siglingaleiðina milli meginlands Evrópu, Skandinavíu, Rússlands og Eystrasaltslandanna. Að sögn félagsins er þetta gert til að mæta stöðugt vaxandi eftirspurn eftir gámaflutningum á þessari leið.

Viðskipti innlent

Vísindamenn þróa tilfinninganæm vélmenni

Hópur vísindamanna við ýmsa háskóla í nokkrum Evrópulöndum hafa tekið höndum saman og ætla að þróa vélmenni sem getur lært að skynja tilfinningar. Evrópusambandið styrkir verkefnið, sem kallast Feelix Growing, með 2,3 milljóna evra fjárframlagi til næstu þriggja ára. Það svarar til rúmlega 200 milljóna íslenskra króna.

Viðskipti innlent

Þríréttuð vika og vín með

Þetta var nú fína vikan, þrátt fyrir smá alþjóðaskjálfta í gær. Ekkert sem vanur maður kippir sér mikið upp við, enda búinn að búast við leiðréttingu í smá tíma. Nú fer maður aftur að mjatla sér inn í Kína eftir fallið. Maður var orðinn hikandi þar. Augljóst að einhverjir færu að taka aurana heim.

Viðskipti innlent

Loksins opnast vefgátt Íslands

Vefurinn Ísland.is verður opnaður með viðhöfn miðvikudaginn 7. mars næstkomandi, en verkefnið var fyrst kynnt á UT-deginum í fyrra. Kynning á vefnum verður svo meðal annars á sýningunni Tækni og vit sem hefst í Fífunni í Kópavogi daginn eftir.

Viðskipti innlent

Fjölskyldur landsins hagnast á útlendingum

Skuldir meðalfjölskyldunnar hefðu aukist um tvö hundruð þúsund í fyrra ef erlends vinnuafls hefði ekki notið við. Þá hefðu útgjöld hennar verið 123 þúsund krónum meiri. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að þessu með því að skoða meðalútgjöld og skuldir heimilanna út frá rannsóknum á áhrifum erlends vinnuafls á íslenskan vinnumarkað.

Viðskipti innlent

Flóir úr sekkjum Svarfdæla

Það er víða sem ofgnóttin knýr dyra í íslensku samfélagi. Sparisjóðirnir hafa ekki farið varhluta af góðu gengi á hlutabréfamarkaði. Þannig hafa sparisjóðir sem áttu hlut í Exista skilað gríðarlega góðri afkomu.

Viðskipti innlent

Úthýsa gömlu ljósaperunni

Stjórnvöld í Ástralíu hafa í hyggju að banna hefðbundnar glóðarperur á næstu þremur árum. Í stað þeirra er horft til þess að auka notkun sparneytnari ljósgjafa á borð við flúorperur sem nota einungis 20 prósent af því rafmagni sem hefðbundnar perur nota. Gangi þetta eftir verða Ástralar fyrsta þjóðin til að banna notkun glóðarljósapera.

Viðskipti innlent

Þorsteinn nýr forstjóri Opinna kerfa

Þorsteinn G. Gunnarsson hefur verið ráðinn forstjóri Opinna kerfa ehf. frá og með 1. mars. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Opnum kerfum tekur Þorsteinn við af Gylfa Árnasyni sem gegnt hefur stöðunni frá júní lokum síðastliðnum.

Viðskipti innlent

Dótturfélag sameinað móðurfélagi hjá Eimskipi

Stjórn Hf. Eimskipafélags Íslands samþykkti á stjórnarfundi í gær að sameina félagið og dótturfélag þess, Eimskipafélag Íslands ehf., sem er að fullu í eigu þess. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu verður samruninn með þeim hætti að dótturfélagið rennur að fullu inn í móðurfélagið sem tekur við öllum réttindum og öllum skuldbindingum dótturfélagsins.

Viðskipti innlent

Hækkaði um 2,13% í Kauphöll

Hlutabréf hækkuðu um 2,13% í Kauphöllinni í gær og fór í 7.605 stig. Hækkunin var mest á bönkunum og stóru fjármálafyrirtækjunum og er það rakið til hækkunar á mati Moody´s á langtíma-lánshæfismöguleikum íslensku bankanna. Sex fjármálafyrirtæki hafa hækkað um fimmtung eða meira frá áramótum, þar af Exista mest, eða um rúm 30 prósent. Krónan styrktist líka í gær og hefur þá hækkað um sjö og hálft prósent frá áramótum.

Viðskipti innlent

Fons kaupir Securitas

Óstofnað félag í eigu Fons eignarhaldsfélags hf. hefur keypt öryggisfyrirtækið Securitas hf. af Teymi hf. á 3.8 milljarða króna. Áætlaður söluhagnaður Teymis er um 500 milljónir króna. Landsbankinn yfirtekur 2,7 milljarða lán fyrri eigenda til Hands Holding, en það kom í hlut Teymis við skiptingu Dagsbrúnar þegar Teymi var stofnað í nóvember 2006.

Viðskipti innlent

Ríkasti Skotinn kaupir í Glitni

Sir Tom Hunter, sem sagður er auðugasti maður Skotlands, eignaðist í gær í það minnsta tveggja prósenta hlut í Glitni fyrir um átta milljarða króna. FL Group, stærsti hluthafinn í Glitni, keypti á sama tíma hlutabréf í bankanum fyrir 10,5 milljarða króna og ræður nú yfir tæpum þriðjungi hlutafjár.

Viðskipti innlent

Hlutabréf féllu í Aktiv Kapital

Hlutabréf í Aktiv Kapital féllu í verði um 9,6 prósent eftir að félagið birti ársuppgjör fyrir árið 2006 sem sýndi 3,3 milljarða króna tap fyrir skatta. Þar af var tapið á fjórða ársfjórðungi tæpir 1,4 milljarðar.

Viðskipti innlent

FL Group með fullnýtta heimild í Glitni

FL Group bætti við sig um 2,59 prósent hlutafjár í Glitni banka fyrir um 10,5 milljarða króna í dag. Viðskiptin fóru fram á genginu 28,46 krónur á hlut en samtals var um að ræða um 369,9 milljónir króna að nafnverði. FL Group og fjárhagslega tengdir aðilar þess á nú rétt tæplega 33 prósent hluta í bankanum.

Viðskipti innlent

Peningaskápurinn …

Það geta margir skemmt sér við lestur ársskýrslna félaga í Kauphöllinni þessa dagana, en þær koma nú út hver á fætur annarri. Ýmislegt forvitnilegt er þar að finna, meðal annars launakjör stjórnenda. Í skýrslu FL Group má sjá að forstjórinn var með 51 milljón króna í árslaun. Það sætir varla tíðindum í samhengi íslenskra stórfyrirtækja.

Viðskipti innlent

FL Group stærsti hluthafinn í American Airlines

FL Group er orðinn stærsti hluthafinn í AMR Corporation, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélags í heimi, en fyrirtækið bætti nýverið við hlut sinn og á í dag 8,63 prósenta hlut í félaginu. Þetta kom fram á aðalfundi félagsins í dag.

Viðskipti innlent

Skuldir heimilanna jukust um 2,6 milljarða

Skuldir heimilanna við innlánsstofnanir, viðskiptabanka og sparisjóði, námu 716 milljörðum króna í lok janúar. Mestur hluti skuldanna eru íbúðalán sem byrjað var að veita í lok ágúst árið 2004 en þau námu 389 milljörðum króna og jukust um 2,6 milljarða krónur á milli mánaða. Þá hafa yfirdráttarlán heimilanna aukist nokkuð en þau hafa ekki verið hærri síðan í febrúar í fyrra, að sögn greiningardeildar Glitnis.

Viðskipti innlent

Peningaskápurinn...

Ríkisstjórn hægrimanna í Svíðþjóð hyggst selja hluti ríkisins í fyrirtækjum á næstunni. Meðal þess sem er til sölu er fasteignalánabankinn SBAB sem virðist vekja áhuga margra. Þanning hefur Danske Bank undir forystu Peter Straarup sýnt áhuga á að kaupa bankann.

Viðskipti innlent

Hagnaður SPRON níu milljarðar

SPRON hagnaðist um níu milljarða króna á síðast ári. Hagnaðurinn er sá langmesti frá upphafi og tvöfaldaðist frá árinu 2005. Rekstur síðasta árs var árangursríkur og góð afkoma einkenndi alla starfsemi fyrirtækisins. Arðsemi eiginfjár var tæplega 60 prósent og er langt yfir 15 prósent arðsemismarkmiði sparisjóðsins.

Viðskipti innlent

Vöruskipti óhagstæð um 148,6 milljarða í fyrra

Vöruskipti Íslands voru neikvæð upp á 148,6 milljarða krónur í fyrra en vöruskiptin voru óhagstæð um 105,7 milljarða krónur árið 2005, samkvæmt útreikningum Hagstofu Íslands.Þetta jafngildir því að vöruskiptahallinn hafi aukist um 42,9 milljarða krónur á milli ára. Vöruskiptin í desember í fyrra voru óhagstæð um 13,1 milljarð króna en það er 1,9 milljarða aukning á milli ára.

Viðskipti innlent